fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Sakaði Kára um lýðskrum og fór með lofræðu um kvótakerfið – Kári svaraði fullum hálsi og kallaði Hannes hroðvirkinn klaufa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. júní 2023 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fannst lítið til ræðu sem Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, fór með á Sjómannadaginn á sunnudaginn.

Birti Hannes gagnrýni sína á Facebook, en þar mætti Kári að vörmu spori í athugasemdir til að svara fyrir sig, með munninn fyrir neðan nefið að vanda.

Ekkert nema lýðskrum og kvótakerfið prýðilegt

„Þessi ræða er ekkert annað en lýðskrum,“ sagði Hannes um ræðuna og rökstuddi svo hvers vegna kvótakerfið á Íslandi sé í raun réttlátt, arðbært og sjálfbært.

Fólust þó rök meðal annars í því að ótakmarkaður gjaldfrjáls aðgangur að takmarkaðri auðlind leiddi til ofnýtingar. Því hafi þurft að takmarka aðgang að fiskistofnunum. Hafi aðgengi verið takmarkað við þá sem 16 báta sem voru að landa afla þegar kerfið var sett á. Síðan hafi komið í ljós að varanlegar og framseljanlegar aflaheimildir væru hagkvæmasta leiðin til takmörkunar og því frjáls viðskipti hafist með kvótann. Útgerðin hafi verið þetta ákveðið að gera auðlinda eins arðbæra og hægt væri til lengir tíma og voru tilbúnir að sætta sig við skerðingar þegar slíkt var nauðsynlegt. Við þetta hafi fiskveiðar orðið öruggari og skipin betri.

„Það er engin tilviljun, að fyrsta árið, þegar enginn drukknaði við veiðar á Íslandsmiðum, var árið 2008. Veiðarnar voru orðnar vel skipulagðar. En var þá einhver réttur tekinn af öðrum Íslendingum en þeim sem fengu aflaheimildirnar upphaflega í samræmi við aflareynslu?  Já, rétturinn til að veiða á núlli, því að fiskihagfræðin kennir okkur, að sókn við opinn (ótakmarkaðan og ókeypis) aðgang aukist, þangað til öllum hugsanlegum gróða hefur verið sóað í sóknarkostnað.“

Menn keyptir út en ekki hraktir út

Vissulega hafi útgerðarmenn grætt á þessu kerfi, en þessi gróði hafi ekki verið tekinn frá neinum heldur myndast í kvótakerfinu. Þessi gróði hafi svo skilað sér betur út í þjóðlífið heldur en ef ríkið hefði hirt hann í skatta.

„Menn sjá ofsjónum yfir því, að einhverjir seldu sínar aflaheimildir og fóru út úr sjávarútvegi. En það var einmitt höfuðkostur kerfisins. Ætlunin var einmitt að minnka sóknina! Menn voru keyptir út úr greininni í stað þess að vera hraktir út úr henni, eins og gerst hefði, hefði til dæmis aðgangur verið takmarkaður með uppboði ríkisins á aflaheimildum, eins og sumir hagfræðingar uppi í háskóla lögðu til ogh horfðu þá alveg fram hjá hagsmunum þeirra, sem höfðu gert það að ævistarfi sínu að veiða fisk og höfðu lagt mikið fé í kunnáttu og tæki. Kerfið er réttlátt, vegna þess að réttur var ekki brotinn á neinum og eini rétturinn skertur, sem var rétturinn til að gera út á núlli, og hann er einskis verður, jafnframt því sem tekið var eðlilegt tillit til hagsmuna þeirra, sem voru að veiðum, þegar kerfið var sett á.“

Það sé engin tilviljun að Ísland sé eina landið í okkar heimshluta þar sem sjávarútvegur er arðbær. Annars staðar eigi hann allt sitt undir ríkisstyrkjum.

„Þjóðin hefði ekki hag af því, að stjórnmálamenn og embættismenn fengju fleiri tækifæri, meira fé, til að bora jarðgöng, niðurgreiða nöldurmiðla, fara á Saga Class á ráðstefnur erlendis og reisa fleiri stórhýsi yfir þingið.“

Hroðvirkinn klaufi

Eins og segir áður þá skrifaði Kári athugasemd þar sem hann svaraði Hannesi. Kári segir gagnrýni Hannesar byggjast á röngum forsendum og sé deginum ljósara að Hannes hafi ekki haft fyrir því að lesa ræðu Kára í heild sinni.

„Hannes það má vel vera að það megi komast að þeirri niðurstöðu að ræða mín á sjómannadaginn hafi verið lýðskrum eins og þú segir í pistli þínum en ef svo er hefur þú komist að réttri niðurstöðu á röngum forsendum:

  1. Þú gefur í skyn að ég hafi gagnrýnt kvótakerfið sem er alrangt. Ég minntist ekki einu orði á kerfið sem ég held að sé í eðli sínu býsna gott þótt framkvæmd þess sé eins og stendur bágborin.
  2. Það eina sem ég sagði í ræðunni er að það séu sagðar ljótar sögur um sjávarútveg á Íslandi og það verði að hætta annað hvort með því að sanna að þær séu lognar sögurnar og krefjast þess þá að menn hætti að segja þær eða sýna fram á að þær séu sannar krefjast þess að brotalamir í sjávarútveginum séu bættar. Ég lagði áherslu á að ég tæki ekki afstöðu til sannleiksgildi sagnanna.
  3. Og síðan hvatti ég sjómenn til þess að sjá til þess að #2 sé gert vegna þess að sjávarútvegurinn sé þeirra vinnustaður og það sé vegið að heiðri þeirra með slæmu umtali um hann.

Það er alveg ljóst að pistillinn þinn er gagnrýni á texta sem þú last ekki. Þetta minnir á það þegar tónskáld nokkurt skrifaði gagnrýni um tónleika sem ekki voru haldnir. Að vanda ertu að veita vatni á myllu þeirra sem halda því fram að þú sért hroðvirkinn klaufi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“