fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ekkert heyrst í Prigozhin síðan byltingunni var slaufað – Óvíst hvort hann sé kominn til Belarús

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. júní 2023 07:00

Yevgeni Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner-málaliðanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að heimsbyggðin hafi beðið með öndina í hálsinum um helgina þegar Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner-hópsins, virtist stefna til Moskvu með 25 þúsund manna einkaher sinn. Það virtist sem von væri á blóðugu uppgjöri í Rússlandi og heimsmyndin væri að breytast í einni andrá.

En skyndilega var tilkynnt um að Alexander Lukashenko, forseti Belarús eða Hvíta-Rússlands, hefði náð samkomulagi við Prigozhin og þar með hefði byltingunni sögulegu verið slaufað að sinni.

Klóra sér í höfðinu yfir samningnum

Stjórnmálaskýrendur eru margir fullir efasemda um aðkomu Lukashenko. Það eina sem styður þá söguskýringu er að einræðisherrann hefur þekkt Prigozhin í meira en tvo áratugi og þeim er vel til vina. Skýringarnar eru þó loðnar og ekki hefur heyrst múkk í Prigozhin síðan samkomulagið gekk í gegn.

Hermt er að hann hafi samþykkt að fara í útlegð til Belarús en stjórnvöld þar hafa ekki staðfest að hann sé kominn til landsins né yfirhöfuð hvar hann sé niðurkominn.

Það er ýmislegt hægt að segja um Yevgeny Prigozhin en flestir geta þó verið sammála um að hann sé klókur og útsmoginn. Hann byrjaði með rekstur pylsuvagns en náði síðan að byggja upp matsöluveldi í Rússlandi og náði síðan að sölsa til sínum ótrúlegum völdum með því að byggja upp einkaher, Wagner-hópinn, sem í tæpan áratug hefur séð um hin ýmsu skítverk fyrir Pútín og rússnesk yfirvöld.

„Pútín fyrirgefur ekki svikurum”

Flestir stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að Prigozhin muni kemba hærurnar eftir byltinguna stuttu og enginn er sennilega meðvitaðri um það en hann sjálfur.

„Pútín fyrirgefur ekki svikurum. Jafnvel þó að hann segi Prigozhin að fara til Belarús þá er hann samt svikari og Pútín gleymir því ekki,” segir Jill Dougherty, sérfræðingur CNN í málefnum Rússlands.

Hún segir að það sé möguleiki að Prigozhin verði komið fyrir kattarnef í útlegðinni en staðan sé flókin því svo lengi sem Prigozhin virðist njóta einhver stuðnings, sem sannarlega virðist vera raunin, þá er hann ógn við Rússland sama hvar hann sé staddur. Myndskeið af fólki að fagna honum og og Wagner-liðum á götum úti í Rostov hljóti að valda forsetanum áhyggjum.

Flestir eru sammála um að staða Pútíns sé mun veikari eftir atburðarásina. Einn hans öflugasti bandamaður sneri við honum bakinu og uppreisnin var bæld með einhverum óskiljanlegum samningi frekar en að Rússlandsforseti hefði sýnt mátt sinn og meginn með því að berja hana niður með valdi.

Vladimir Pútín Mynd/AFP

Fræ efasemda gætu reynst hættuleg

Þá sleppi Prigozhin að því er virðist þrátt fyrir ótrúlegar fullyrðingar sínar um að Úkraínustríð Pútín sé blekking og að ástæðurnar fyrir innrásinni haldi ekki vatni.

Slík fræ efasemda eru síst það sem Pútín þarf á að halda í þeirri stöðu sem Rússland er í dag. Veikleikamerki á honum gæti orðið til þess að hann myndi riða til falls og fleiri valdamenn snúist gegn honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum