fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Kona hlaut lífshættulega áverka við hrottafulla nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 14:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var í morgun í Héraðsdómi Reykjaness í afar hrottalegu nauðgunarmáli. Þinghöld í málinu eru lokuð en í ákæru Héraðssaksóknara er karlmaður sakaður um nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás, að virðist gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Atburðurinn átti sér stað á heimili fólksins og er maðurinn sagður hafa nauðgað konunni bæði í leggöng og endaþarm. Hún hafi hlotið mikla áverka af árásinni, meðal annars lífshættulega áverka í leggöngum. Lýsing á árásinni er orðið svo í texta ákæru Héraðssaksóknara:

„…eftir að hann og A hófu samfarir með vilja beggja, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung er hann hafði við hana, án hennar samþykkis samræði, endaþarmsmök og önnur kynferðismök og stungið hendi sinni langt inn í leggöng hennar en ákærði hélt henni niðri og hélt samræði og öðrum kynferðismökum áfram þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hennar um að hætta. Af þessu hlaut A lífshættulega áverka í leggöngum þar sem hún hlaut tvær sárrifur og rifu á slagæð, með virkri slagæðablæðingu sem sauma þurfti fyrir, auk þess sem hún hlaut mar á vinstri rasskinn og mar á fótleggi og læri.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan gerir miskabótakröfu á hendur manninum upp á 2,5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“