fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 13:00

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstöðin CNN segir frá því í dag að kona búsett í New York borg hafi verið ákærð fyrir sjö hatursglæpi sem allir hafa beinst að fólki af asískum uppruna.

Glæpirnir eru sagðar fela í sér líkamsárásir og áreitni. Sú ákærða heitir Camila Rodriguez og er 29 ára gömul.

Rodriguez er sökuð um að hafa í einu tilfelli togað í hár konu af asískum uppruna og slegið hana í andlitið eftir að konan talaði við hana á kínversku. Veitti Rodriguez í kjölfarið konunni fleiri högg og þá með krepptum hnefa.

Í öðru tilfelli er Rodriguez sökuð um að toga í hár manneskju sem beið ásamt tveimur vinum sínum, eftir borði, fyrir utan veitingastað. Allir þrír vinirnir eru af kínverskum uppruna. Annar vina manneskjunnar sem varð fyrir hártoginu ýtti Rodriguez í burtu en hún er sökuð um að hafa þá skellt rafmagnsvespu sinni utan í fótlegg viðkomandi.

Rodriguez er sökuð um að hafa reynt að ráðast á þjónustustúlku á þessum sama veitingastað þegar hún kom út til að tilkynna vinunum þremur að borðið þeirra væri tilbúið. Sami einstaklingur sem ýtti henni frá vini sínum ýtti henni þá aftur og er hún sökuð um að hafa slegið hann í kjölfarið.

Í öðrum tilfellum er hún sökuð um að hafa togað í hár konu af filippeyskum uppruna og kýlt hana margsinnis í andlitið, sparkað í fætur konu af kóreskum uppruna, hrækt á karlmann af kínverskum uppruna og að slá karlmann af kóreskum uppruna.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“