fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. maí 2023 09:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa erkifjendurnir í Armeníu og Aserbaídsjan deilt um Nagorno-Karbakh í suðurhluta Kákasus. Bæði ríkin, sem voru áður hluti af Sovétríkjunum, hafa gert kröfu um yfirráð á svæðinu.

Svæðið er almennt talið hluti af Aserbaídsjan en fólk af armenskum ættum, með stuðningi Armena, hefur ráðið yfir svæðinu frá 1994. Oft hefur komið til átaka á milli ríkjanna um svæðið en nú stefnir hugsanlega í frið og það gætu verið slæm tíðindi fyrir Vladímír Pútín og Rússland.

í síðustu viku sagði Nikol Pasjinian, forsætisráðherra Armeníu, að hann viðurkenni yfirráð Aserbaídsjan yfir svæðinu.

Þessi nýja stefna Armena er háð skilyrðum um tryggingu fyrir því að öryggi Armena á svæðinu verði tryggt því að öðrum kosti getur það haft þjóðhreinsun í för með sér að mati Pasjinian. Rússneska Tass fréttastofan skýrir frá þessu og segir að forsætisráðherrann hafi sagt að hann vonist til að ríkin nái fljótlega saman um texta friðarsamnings og geti skrifað undir hann.

Enn er ekkert fast í hendi varðandi frið en ef þjóðirnar ná saman verða það söguleg tíðindi, einnig fyrir Rússland.

Rússar hafa lengi verið í hlutverki sáttasemjara á milli ríkjanna og Armenía er hluti af rússneska varnarbandalaginu ODKB sem hefur haft í för með sér að Rússar hafa þurft að tryggja frið á svæðinu með því að hafa friðargæslusveitir þar. Deilurnar hafa því gert að verkum að Armenar hafa verið háðir Rússum.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institute for Internationale Studier sagði í samtali við Jótlandspóstinn að ef friðarsamningur komist á muni Rússar örugglega tapa á því. Þeir hafi venjulega haft ávinning af deilum af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“