fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Óhugnanleg skýrsla um barnaher Pútíns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 09:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skýrslu frá bandarísku rannsóknarstofnuninni Center for Strategic and International Studies kemur fram að Rússar reyni nú að „hervæða æsku landsins“.

Í skýrslunni kemur fram að helsta leiðin til þess sé ungmennaherinn Yunarmiya en í honum eru börn allt niður í 8 ára aldur þjálfuð til að verða hluti af rússneska hernum.

Þessi ungmennaher hefur stækkað mikið á síðustu árum. Hann var stofnaður 2016 og voru þá tæplega 100.000 börn í honum en í dag eru þau rúmlega ein milljón.

Börnin læra margvíslega hernaðartækni og að nota sjálfvirkar vélbyssur.

Ekki er talið að Pútín hyggist senda börn á vígvöllinn í Úkraínu en hins vegar sé ungmennaherinn hugsaður sem einhverskonar trygging fyrir því að hermenn verði til reiðu í framtíðinni.

Einnig gengur þetta út á að fylla börnin ættjarðarást og trú og trygg Rússlandi og Pútín. Með því er dregið úr líkunum á að þau geri uppreisn gegn Pútín og stjórn hans.

Sænska ríkissjónvarpið segir að þegar börn séu tekin inn í ungmennaherinn verði þau að sverja eið sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Með því að ganga í ungmennaherinn, mun ég sanna ást mína til föðurlandsins og vilja minn til að verja það.“

Ekki hefur dregið úr tilraunum yfirvalda að gera æsku landsins bardagafæra og þjóðernissinnaða eftir innrásina í Úkraínu. Frá því í september á síðasta ári hefur sú skylda hvílt á öllum skólum landsins að draga þjóðfánann að húni á hverjum mánudegi og eiga nemendurnir að syngja þjóðsönginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni