fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 09:00

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar verður þriðjungur starfsfólks í ferðaþjónustunni af erlendu bergi brotinn. Hlutfall útlendinga í þessum störfum er mjög mismunandi eftir fyrirtækjum og landshlutum. Sums staðar er það allt að 80%.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann sagði að hluti af þessum erlendu starfsmönnum búi hér á landi allt árið.

„Við höfum undanfarið séð töluvert af Íslendingum hverfa frá okkur yfir til hins opinbera. Fólk kemur hægt til baka, þörfin fyrir erlent starfsfólk er því meiri en oft áður en á móti kemur að fyrirtækin ráða í færri stöður í sumar vegna rekstrarvandkvæða sem þau eru að vinna sig út úr,“ er haft eftir honum.

Áætlað er að 23.000 til 25.000 störf verði í ferðaþjónustunni í sumar og má vænta þess að um 8.000 útlendingar verði að störfum. Stór hluti þeirra er farandverkamenn sem eru fluttir til landsins til að leggja hönd á plóginn á meðan vertíðin stendur yfir.

Jóhannes sagði að margir erlendu starfsmannanna séu með menntun í ferðamálafræði og sé fólkið ekki „pikkað upp af götunni“.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“