fbpx
Laugardagur 24.janúar 2026
Fréttir

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 09:00

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar verður þriðjungur starfsfólks í ferðaþjónustunni af erlendu bergi brotinn. Hlutfall útlendinga í þessum störfum er mjög mismunandi eftir fyrirtækjum og landshlutum. Sums staðar er það allt að 80%.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann sagði að hluti af þessum erlendu starfsmönnum búi hér á landi allt árið.

„Við höfum undanfarið séð töluvert af Íslendingum hverfa frá okkur yfir til hins opinbera. Fólk kemur hægt til baka, þörfin fyrir erlent starfsfólk er því meiri en oft áður en á móti kemur að fyrirtækin ráða í færri stöður í sumar vegna rekstrarvandkvæða sem þau eru að vinna sig út úr,“ er haft eftir honum.

Áætlað er að 23.000 til 25.000 störf verði í ferðaþjónustunni í sumar og má vænta þess að um 8.000 útlendingar verði að störfum. Stór hluti þeirra er farandverkamenn sem eru fluttir til landsins til að leggja hönd á plóginn á meðan vertíðin stendur yfir.

Jóhannes sagði að margir erlendu starfsmannanna séu með menntun í ferðamálafræði og sé fólkið ekki „pikkað upp af götunni“.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Margir Íslendingar viðurkenna að tilkynna sig veika án þess að vera veikir

Margir Íslendingar viðurkenna að tilkynna sig veika án þess að vera veikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“
Fréttir
Í gær

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess
Fréttir
Í gær

Segir klúður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa valdið fjölda fólks líkamstjóni

Segir klúður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa valdið fjölda fólks líkamstjóni
Fréttir
Í gær

Grútskítugir bílar í Reykjavík: „Þarf þetta að vera svona?“

Grútskítugir bílar í Reykjavík: „Þarf þetta að vera svona?“
Fréttir
Í gær

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum

Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni