fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 09:00

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar verður þriðjungur starfsfólks í ferðaþjónustunni af erlendu bergi brotinn. Hlutfall útlendinga í þessum störfum er mjög mismunandi eftir fyrirtækjum og landshlutum. Sums staðar er það allt að 80%.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann sagði að hluti af þessum erlendu starfsmönnum búi hér á landi allt árið.

„Við höfum undanfarið séð töluvert af Íslendingum hverfa frá okkur yfir til hins opinbera. Fólk kemur hægt til baka, þörfin fyrir erlent starfsfólk er því meiri en oft áður en á móti kemur að fyrirtækin ráða í færri stöður í sumar vegna rekstrarvandkvæða sem þau eru að vinna sig út úr,“ er haft eftir honum.

Áætlað er að 23.000 til 25.000 störf verði í ferðaþjónustunni í sumar og má vænta þess að um 8.000 útlendingar verði að störfum. Stór hluti þeirra er farandverkamenn sem eru fluttir til landsins til að leggja hönd á plóginn á meðan vertíðin stendur yfir.

Jóhannes sagði að margir erlendu starfsmannanna séu með menntun í ferðamálafræði og sé fólkið ekki „pikkað upp af götunni“.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“