fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. mars 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem búsettur er hér á landi verði framseldur til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út fyrir þremur árum.

Maðurinn hefur verið dæmdur fyrir ölvunarakstur og fjársvik í Póllandi. Hann kom hingað til lands árið 2014 og bjó hér með unnustu sinni og syni. Árið 2016 var hann framseldur til Póllands vegna handtökuskipunar frá árinu 2015. Samkvæmt framsalsbeiðninni sem borist hefur íslenskum yfirvöldum vegna málsins núna rauf maðurinn skilorð og á því að sitja af sér dóm sem hann hafði fengið reynslulausn frá.

Maðurinn krafðist þess að framsalsbeiðninni yrði hafnað, m.a. á þeim forsendum ekki komi fram í henni með hvaða hætti hann á að hafa rofið skilorð og auk þess hafi hann ekki verið löglega boðaður til að vera viðstaddur þá ákvörðun.

Að mati bæði héraðsdóms og Landsréttar eru lagaleg skilyrði í málinu hins vegar uppfyllt og hafa þeir því staðfest þá ákvörðun ríkissaksóknara frá 13. febrúar síðastliðnum, að verða við beiðni pólskra yfirvalda um að afhenda manninn til Póllands, á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út í mars árið 2020.

Úrskurðina má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Í gær

Heiðrún: Kemur þú auga á svikin? „Of oft erum við sjálf veikasti hlekkurinn“

Heiðrún: Kemur þú auga á svikin? „Of oft erum við sjálf veikasti hlekkurinn“
Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Í gær

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi