fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Úkraína mun ekki nota ný langdræg flugskeyti sín til árása á rússneskt landsvæði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. febrúar 2023 05:40

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn mun ekki nota þau langdrægu flugskeyti, sem Bandaríkin ætla að láta honum í té, til að gera árásir á rússnesk landsvæði og munu aðeins beita þeim gegn rússneskum skotmörkum á herteknum úkraínskum landsvæðum.

Þetta sagði Oleksii Reznikov, þáverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, um helgina. Reznikov var vikið úr embætti um helgina vegna rannsókna á spillingarmálum innan úkraínska stjórnkerfisins.

Bandarísk stjórnvöld staðfestu á föstudaginn að meðal þeirra vopna, sem eru í nýjasta hjálparpakkanum til Úkraínu, séu langdræg flugskeyti sem drífa allt að 150 km. Fram að þessu hafa Úkraínumenn aðeins fengið flugskeyti sem drífa um 80 km.

Reznikov sagði fréttamönnum að flugskeytunum verði aðeins beitt gegn rússneskum hersveitum sem eru á herteknum úkraínskum landsvæðum.

Sky News segir að hann hafi einnig sagt að reiknað sé með að Rússar hefji sókn nú í febrúar en Úkraínumenn hafi getu til að hindra framsókn rússneska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni
Fréttir
Í gær

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað