fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Fasteignakaupendur gætu tapað útborguninni á einu ári

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef verðbólgan helst óbreytt og fasteignaverð heldur áfram að lækka getur ungt fólk, sem kemur inn á fasteignamarkaðinn núna, átt á hættu að tapa stórum hluta af útborguninni á aðeins einu ár.

Þetta sagði Ýmir Örn Finnbogason, yfirmaður viðskiptagreiningar hjá Deloitte í samtali við Fréttablaðið.

Hann sagði að fólk þurfi að vera meðvitað um þá áhættu sem fylgi því að fjármagna húsnæðiskaup með verðtryggðum lánum því verðbólgan hækki höfuðstólinn.

Hann sagði að áður en ungt fólk fer að fjárfesta í fyrstu eigninni ætti það að staldra við og reikna dæmið út frá mismunandi sviðsmyndum. Við slíka útreikninga skipti þróun fasteignaverðs og verðbólgu næstu misserin miklu máli.

Hann sagði að „svartsýn“ niðurstaða geti verið þar sem reiknað sé með að verðbólgan haldist í 9,6% næstu 12 mánuði og fasteignaverð lækki um 8%. Ef íbúð væri keypt á 50 milljónir við þessar aðstæður og verðtryggt lán með hámarkshlutfalli fyrir fyrstu kaupendur tekið, þá myndi 7,3 milljóna króna innborgun nánast hverfa á einu ári.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga