fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Aðeins tímaspursmál um hvenær næsti heimsfaraldur skellur á segir sóttvarnalæknir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 09:00

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aðeins spurning um tíma hvenær næsti heimsfaraldur ríður yfir, ekki hvort. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir.

Rætt er við hana í viðtalsþættinum Mannamáli sem verður sýndur á Hringbraut í kvöld. Þar segir hún meðal annars að baráttunni við COVID-19 sé ekki lokið, enn greinist 20 til 30 smit á dag en þau séu líklegast helmingi fleiri. Hún segir að COVID-19 muni fylgja mannkyninu um ókomin ár. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Hún segir einnig að það komi fleiri heimsfaraldrar í framtíðinni og langlíklegast sé að heimsfaraldur inflúensu verði næsta viðfangsefni mannkynsins á þessu sviði.

Hún segir að loftslagsbreytingarnar geti haft þau áhrif að skæðar pestir, sem herja á heitari löndin núna, færist yfir til þeirra kaldari. Þarna megi til dæmis nefna smitsjúkdóma sem fylgja moskítóflugum. Einnig megi reikna með að nýtt afbrigði fuglaflensu komi fram á sjónarsviðið. Það muni ekki bara berast úr dýrum í menn, eins og nú er, heldur einnig á milli manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“