fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir Fjölni vegna nauðgunar frá árinu 2015

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. desember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur dæmdi í dag mann að nafni Fjölni Guðsteinsson í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Mildaði rétturinn þar með dóm héraðsdóms í málinu sem hafði dæmt Fjölni í tveggja ára fangelsi.

Málið á sér langa sögu en það er tilkomið vegna atviks sem átti sér stað árið 2015. Samkvæmt dómnum notfærði Fjölnir sér svefndrunga og ölvunarástand stúlku til að nauðga henni. Stúlkan vaknaði við að Fjölnir var að reyna að hafa endaþarmsmök við hana. Hún fór beint úr íbúðinni þar sem brotið var framið og kærði til lögreglu.

Fjölnir neitaði sök en dómari taldi stúlkuna vera trúverðuga í framburði sínum. Einnig styrkti það málstað hennar að önnur stúlka hafði verið á vettvangi og vitnaði hún með henni. Sú stúlka hjálpaði brotaþola við að yfirgefa íbúðina þar sem brotið var framið. Voru báðar taldar trúverðugar í framburði sínum. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi komið fram sem styddu þá fullyrðingu Fjölnis að stúlkan hafi veitt samþykki sitt. „Ákærði hefur með greindri háttsemi sinni unnið sér til refsingar og ber við ákvörðun hennar að líta til þess að brotið beindist gegn ungri stúlku sem lagst hafði til svefns á heimili hans og átti sér einskis ills von,“ segir í dómi héraðsdóms.

Í niðurstöðu Landsréttar segir að framburður Fjölnis í málinu fái hvorki stoð í framburði vitna né gögnum málsins og þyki hann vera ótrúverðugur. Niðurstaðan er engu að síður sú að milda dóm yfir honum um sex mánuði. Brotaþoli hafði þegar fengið 1,2 milljónir króna út ríkissjóði í miskabætur. Hún gerði kröfur um auknar miskabætur frá Fjölni en þeirri kröfu var hafnað.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“