fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hannes lét Þórdísi heyra það eftir að hún afþakkaði boð forsætisráðuneytisins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. desember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun Þórdísar Helgadóttur rithöfundar um að hafna boði forsætisráðuneytisins um að koma og lesa upp úr bók sinni Armelo fyrir starfsfólk vakti talsverða athygli í vikunni.

Þórdís greindi frá því á Facebook að hún hefði fengið boð frá ráðuneytinu en því miður orðið að afþakka vegna afstöðuleysis íslenskra stjórnvalda í málefnum Ísraels og Palestínu. Birti Þórdís svar sitt þar sem hún sagði meðal annars:

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að margt af ykkar starfsfólki er í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan ykkar veggja – í þessu húsi valdsins – eru svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar.

Mig langar því að biðja þig að koma á framfæri einlægri ósk um a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki.“

Færsla Þórdísar vakti mikla athygli og var henni hrósað í hástert í athugasemdum við færsluna. Ein athugasemd skar sig þó úr og var hún frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í stjórnmálafræði, en óhætt er að segja að hann hafi verið ósáttur við afstöðu Þórdísar.

„Þetta er ótrúleg hræsni. Þú lokar augunum fyrir óumdeilanlegum staðreyndum,“ sagði Hannes sem taldi alls upp 20 atriði um stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagði Hannes meðal annars að Hamas-samtökin hefðu á stefnuskrá sinni að eyða Ísrael. Þá hefðu Hamas-samtökin gert villimannslega árás á Ísrael þann 7. október síðastliðinn og Ísraelsher neyðst til þess í sjálfsvörn að fara inn í Gaza. Þá benti hann á að Hamas hefði tekið gísla sem er brot á alþjóðalögum og noti lifandi skildi, bæði konur og börn, sem einnig er brot á alþjóðalögum. Þá sendi Hamas reglulega eldflaugar inn í Ísrael.

Hannes klikkti út með þessum orðum:

„Þeir, sem halda núna fundi til stuðnings Palestínumönnum, eru í raun að styðja Hamas og hina spilltu gerræðisstjórn á vesturbakkanum. Þeir eru að leika leikinn, sem Hamas hafði lagt á ráðin um með árásinni á Ísrael og notkun arabískra kvenna og barna sem lifandi skjalda. Þú ert ein af þeim. Þú skipar þér á bekk með hryðjuverkamönnum, nasistum og Gyðingahöturum.“

Færslu Þórdísar og svar Hannesar má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“