fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

BBC birtir sláandi lýsingar á nauðgunum, morðum og voðaverkum Hamas-liða

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 10:30

Á fjórða hundrað létust á Supernova-tónlistarhátíðinni þann 7. október.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin af því sem átti sér stað þann 7. október síðastliðinn þegar vígamenn úr röðum Hamas-samtakanna réðust inn í Ísrael verður sífellt skýrari. Breska ríkisútvarpið, BBC, birti í gær sláandi lýsingar þeirra sem urðu vitni að voðaverkunum.

Rétt er að vara við þeim lýsingum sem finna má í þessari umfjöllun.

„Þó nokkrir þeirra sem sáu um að sækja lík og bera kennsl á þá sem voru myrtir sögðu okkur að þeir hefðu séð skýr merki um nauðganir, þar á meðal brotnar mjaðmagrindur, mar, skurði, rifur og að fórnarlömbin hefðu verið allt frá börnum til gamalmenna,“ segir í umfjöllun BBC sem birtist síðdegis í gær.

Umfjöllunin byggist meðal annars á vitnisburði óbreyttra borgara sem fréttamenn BBC fengu að sjá frá ísraelskum lögregluyfirvöldum. Þar er meðal annars að finna lýsingar af hópnauðgunum, limlestingum og aftökum. Alls létust um 1200 óbreyttir borgarar í áhlaupi Hamas þann 7. október, þar af voru 364 gestir Supernova-tónlistarhátíðarinnar.

Fréttamenn BBC fengu meðal annars að sjá vitnisburð konu sem var stödd á Nova-tónlistarhátíðinni þegar voðaverkin áttu sér stað. Hún segir að liðsmenn Hamas hafi hópnauðgað og limlest eina konu áður en einn úr hópnum skaut hana til bana á meðan hann nauðgaði henni. Hann hætti ekki þó að konan væri látin.

Vitnið segir meðal annars að konan hafi verið látin ganga á milli liðsmanna Hamas og þeir hafi beitt hana ólýsanlegu ofbeldi. „Þeir skáru af henni brjóstið og hentu því út á götu, léku sér með það,“ sagði vitnið. Konan var síðan látin í hendur einkennisklædds liðsmanns samtakanna sem nauðgaði henni á meðan hann skaut hana í höfuðið.

BBC ræddi einnig við mann sem komst lífs af með því að þykjast vera látinn. Hann segir ekki hafa farið á milli mála hvað átti sér stað miðað við óhljóðin sem hann heyrði rétt hjá sér. Hann hafi beinlínis heyrt það þegar fólk var myrt og konum nauðgað. „Sumum konum var nauðgað rétt áður en þær létust, aðrar voru slasaðar og enn aðrar látnar þegar þeim var nauðgað.“

Í umfjöllun BBC kemur fram að ísraelska lögreglan hafi rætt við mörg vitni að atburðunum en enn eigi eftir að ræða við einstaklinga sem sáu það sem átti sér stað.

Dr. Cochav Elkayam-Levy, sérfræðingur í lögum við Davis Institute of International Relations við Hebrew-háskólann, segir að svo virðist vera sem nauðganir og limlestingar hafi verið hluti af vopnabúri þeirra sem réðust til atlögu þann 7. október. Segir Levy að hann fái hroll við tilhugsunina um það sem átti sér stað.

Hægt er að lesa umfjöllun BBC í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Í gær

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“