Reuters segir að nú hafi Rússar slakað á í sókn sinni að bænum og hefur eftir Oleksandr Shtupun, talsmanni úkraínska hersins, frá því á föstudaginn hafi Rússar dregið mjög úr sóknarþunga sínum eða um helming. Hann sagði aðalástæðuna vera mikið mannfall meðal rússneskra hermanna.
Breska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í síðustu viku að Rússar hafi misst 931 hermann að meðaltali á dag í nóvember í og við Avdiivka. Þeir hafa reynt að ná bænum á sitt vald síðan um miðjan október.
Á rússnesku herbloggsíðunni Rybar kemur fram að enn sé hart barist á iðnaðarsvæði utan við bæinn og sé það nú nánast á valdi Rússa.