fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Hlýjum kveðjum rignir yfir Íslendinga – „Ég vona innilega að allt fari vel“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir helstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um eldsumbrotin sem hófust á Reykjanesi í gærkvöldi og virðist heimsbyggðin fylgjast grannt með gangi mála.

Ljóst er að margir hugsa hlýlega til Íslendinga – og kannski helst Grindvíkinga – á þessum tímum en það má meðal annars lesa í athugasemdakerfum erlendra fréttamiðla.

Á vef Daily Mail er til dæmis að finna frétt þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort eldgosið muni hafa áhrif á flugsamgöngur. Sú athugasemd sem fengið hefur flest „læk“ er svona í lauslegri þýðingu:

„Ég elska hvað íslenska þjóðin er afslöppuð í þessum aðstæðum. Á sama tíma er breska pressan að fara af límingunum til að skapa glundroða. En það er það sem hún gerir best.“

Þá er önnur frétt á sama vef þar sem fjallað er um spennufíkla sem reyndu að virða fyrir sér gosið í gærkvöldi. Þar má finna margar góðar kveðjur til Íslendinga.

„Guði sé lof að fólk gat komið sér í burtu í tæka tíð,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Ég var þarna í mars. Fallegur staður, fallegt fólk og ég vona að allt fari vel.“ Þá sagði annar: „Guð blessi ykkur, Íslendingar. Passið upp á ykkur.“

Þá talaði einn sérstaklega um Grindavík enda á hann góðar minningar þaðan.

„Ég vona að eldgosið komist ekki að Grindavík og heimilum fólks þar. Ég var þar í sumar og fólkið er svo almennilegt. Það er synd að horfa upp á þetta gerast núna enda vonuðu margir að ekkert meira myndi gerast eftir jarðskjálftana.“

Á Reddit hafa margir einnig tjáð sig um atburðina. „Ég dvaldi einu sinni nokkrar nætur í Grindavík. Þetta er fallegur fiskveiðibær og ég vona innilega að allt fari vel fyrir íbúa þar.“

Í athugasemdakerfi á Facebook-síðu Verdens Gang í Noregi má meðal annars finna hlýjar kveðjur. „Við biðjum fyrir Íslandi,“ segir Astrid Berntsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað