fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Bryndís minnir á eitt mikilvægt atriði nú þegar eldgos er hafið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 08:51

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Gunnlaugsdóttir, íbúi í Grindavík og fyrrverandi forseti bæjarstjórar í bænum, minnir á mikilvægt atriði varðandi Grindvíkinga nú þegar eldgos er hafið enn eina ferðina á Reykjanesi.

Bryndís skrifaði færslu á Facebook í nótt sem vakið hefur talsverða athygli og veitt hún DV góðfúslegt leyfi til að deila henni með lesendum.

„Eldgos eru spennandi, kraftmikil náttúruöfl og lúta engum þekktum lögmálum. Síðustu ár höfum við fengið túristagos og stemning að ræða, mynda, skoða og gleðjast. Nú er eldgosið í innan við 3km frá heimabænum mínum, elsku Grindavík,“ segir Bryndís og heldur áfram:

„Ég vil því hvetja alla sem eru að tjá sig um eldgosið og birta myndir og fleira að yfir 3.700 manns eru í miklum tilfinningarússíbana um hvort heimili þeirra og samfélagslegt hjarta verði á sínum stað í fyrramálið. 1% þjóðarinnar er í sárum.“

Færsluna endaði hún á þessum orðum:

„Hugsaðu þig um áður en þú tjáir þig af léttúð um ástandið. Ég skil ykkur því ég var þar seinustu 3 eldgos en ástandið er annað núna. Að lokum, Grindvíkingar eru enn að upplifa áfall sem þýðir alls konar tilfinningar sem við tjáum á misjafnan hátt. Sýnið því skilning. Megi allir góðir vættir vaka yfir Grindavík nú sem alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Í gær

Þingmaður Svíþjóðardemókrata kærður fyrir innrás í einkalíf konu – Segir hana boða öfgastefnu

Þingmaður Svíþjóðardemókrata kærður fyrir innrás í einkalíf konu – Segir hana boða öfgastefnu
Fréttir
Í gær

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu