fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

„Alræmdasti raðmorðingi Ástralíu“ náðuð eftir 20 ár bak við lás og slá – Sakfelld fyrir að myrða fjögur börn sín

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. desember 2023 22:00

Kathleen Folbigg getur nú um frjálst höfuð strokið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að Ástralir séu slegnir eftir að einn alræmdasti morðingi landsins var skyndilega náðaður og getur nú um frjálst höfuð strokið eftir 20 ára dvöl bak við lás og slá.

Kathleen Folbigg var árið 2003 dæmd í fjörtíu ára fangelsi fyrir að hafa myrt fjögur börn sín. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og var Folbigg úthrópuð sem „versti fjöldamorðingi Ástralíu“ í þarlendum miðlum.

Upphaflega sögð hafa dáið vöggudauða

Börn Folbigg létust á tíu ára tímabili, frá 1989-1999. Frumburður hennar Caleb lést árið 1989, Patrick árið 1991, Sarah árið 1993 og að lokum Laura árið 1999. Þrjú fyrstu börnin létust þegar þau voru innan við eins árs gömul nema Laura sem var orðin 18 mánaða gömul þegar hún lést. Voru börnin upphaflega sögð hafa dáið vöggudauða en lögregla hóf rannsókn á láti fjórða barnsins sem leiddi til þess að Folbigg var ákærð.

Engar beinar sannanir fundust fyrir sekt móðurinnar en það þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að börnin hefðu ekki dáið af náttúrulegum orsökum. Var þar meðal annars vitnað í orð breska barnalæknisins Roy Meadow sem sagði að einn vöggudauði í fjölskyldu væri sorlegur, annar væri grunsamlegur og þriðja skiptið væri morð. Þá vöktu dagbókafærslur Folbigg upp grunsemdir og virtust benda til sektar hennar og var það nóg til að dómur féll gegn henni.

Stökkbreytt gen breytti öllu

Folbigg hefur grotnað í fangelsi síðan en nokkrar tilraunir voru gerðar til að taka málið upp að nýju. Það gekk eftir árið 2022 þegar að nýjar rannsóknir leiddu í ljós að dætur hennar tvær voru með stökkbreytt gen sem hefði áhrif á hjarta þeirra og gæti reynst banvænt.

Að endingu komst dómari að þeirri niðurstöðu í sumar, byggt á þessum gögnum, að náða Folbigg en sá úrskurður var svo staðfestur í vikunni. Hefur lögmaður hennar boðað skaðabótamál gegn áströlskum yfirvöldum og er talið að farið verði fram á metfjárhæðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“