fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Fréttir

Vefjan fór á nýja kennitölu eftir kaupin í janúar – Gamla félagið gjaldþrota

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. desember 2023 13:30

Sólveig og Reynir ráku Vefjuna í tæp þrjú ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Vefjan fór á nýja kennitölu þegar Reynir Bergmann og kona hans Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir seldu hann í janúar. Gamla félagið er nú gjaldþrota.

Sólveig Ýr var ein skráð sem eigandi að félaginu Vefjan ehf í Gnoðavogi 44, þar sem Vefjan er enn til húsa. Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað félagið gjaldþrota þann 29. nóvember síðastliðinn. Er skorað á alla sem eiga kröfur í búið að lýsa þeim fyrir skiptastjóra.

Metnaðurinn og ástríðan farin að minnka

DV greindi frá því þann 30. janúar að Sólveig og Reynir hefðu selt Vefjuna, sem þau stofnuðu árið 2020 á grunni matarvagns á Selfossi sem þau stofnuðu í apríl það ár.

Greint var frá því að nýjir eigendur myndu taka við staðnum þann 1. febrúar síðastliðnum. Greindi Reynir frá því að nýjir eigendur væru þeir Egill Darri Makan Þorvaldsson, knattspyrnumaður, og Daníel Örn Einarsson, fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Spot í Kópavogi.

Sjá einnig:

Reynir og Sólveig selja Vefjuna – „Blendnar tilfinningar í gangi“

„Við seldum í raun bara því við vorum farin að finna fyrir leiða og metnaðurinn og ástríðan farinn að minnka. Einnig vegna annarra verkefna sem við erum að vinna í þá töldum við best að koma gullinu hennar Sólveigar í hendur aðila sem vilja taka þetta enn lengra og geta sinnt Vefjunni af ástríðu,“ sagði Reynir.

Sigurður Elí á EXIT raunverulegur eigandi

Það eru hins vegar ekki Egill Darri og Daníel Örn sem eru raunverulegir eigendur að Vefjunni heldur Sigurður Elí Bergsteinsson sem á 100 prósent hlutafjár í nýju félagi sem stofnað var utan um rekstur Vefjunnar í janúar síðastliðnum, EM Verktak ehf.

Sigurður Elí komst í fréttirnar fyrir að leggja Porsche bíl sínum á frumlegan hátt.

Sigurður Elí er einnig eigandi skemmtistaðarins EXIT. Hann rak einnig kleinuhringjamatarvagninn Dons Donuts þar til í apríl síðastliðnum.

Sigurður Elí komst í fréttirnar í sumar þegar hann lagði Porsche bifreið sinni, með einkanúmerinu EXIT, í stæði fyrir hreyfihamlaða nálægt Firðinum í Hafnarfirði og uppi á umferðareyju í Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi
Fréttir
Í gær

Ísbjörninn á Hornströndum felldur

Ísbjörninn á Hornströndum felldur
Fréttir
Í gær

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum
Fréttir
Í gær

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns