fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Líkur á vopnahléi fara minnkandi – „Það er eins og við höfum ekkert lært á 75 árum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 06:55

Örvæntingafull móðir á Gazaströndinni Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Katar, Sheik Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, segir að áframhaldandi loftárásir Ísraelshers minnki líkurnar á því að hægt sé að semja um vopnahlé milli stríðandi fylkinga eins og unnið hefur verið að undanfarna daga. Ekki megi greina sama vilja og áður að komast að samkomulagi fjarri vígvellinum.

Ísraelsk stjórnvöld hafa sagt að árásum á Gaza linni ekki fyrr en búið er að uppræta Hamas og frelsa þá 138 gísla sem talið er að séu enn í haldi þeirra. Eins og komið hefur um 110 gíslum verið sleppt úr haldi en Hamassamtökin hafa útilokað að fleiri gíslum verði sleppt nema að Ísraelar setjist við samningaborðið.

Auk loftárása og stríðsátaka á Gaza þá gerði Ísraelsher árásir á skotmörk í Líbanon þar sem meint hryðjuverkastarfsemi átti sér stað. Ríkisútvarp Sýrlands greindi þá frá því að Ísraelsher hefði gert loftárásir á skotmörk við Damaskus, höfuðborg landsins.

Ástandið á Gaza fer síversnandi en í tölum frá heilbrigðisráðuneyti svæðisins er fullyrt að 18 þúsund manns hafi látist síðan átökin brutust út.

Það þykir í kaldhæðnislegt að í gær var því fagnað að 75 ár eru liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á allsherjarþingi aðildarríkjanna í París hinn 10. desember 1948.

„Það er eins og við höfum ekkert lært á 75 árum,“ hafði BBC eftir Lynn Hastings, mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“