fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ragnhildur Alda segir það vonda hugmynd að ráða vagnverði til að fylgjast með hvort fólk borgar í strætó

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. desember 2023 15:30

Mynd: Ernir Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sést á nýjasta útspili Strætó að vera með vagnverði sem ganga um og sekta fólk í vögnunum sem getur ekki sýnt fram á greiðslu að Strætó er í mikilli afneitun,“ segir Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í grein á Vísir.is.

Ragnhildur segir að greiðsluappið Klapp bili í tíma og ótíma og Klappkortið sé ekki skárra. Vegna þessa vanda hafi vagnstjórar hleypt farþegum um borð sem séu rétt viðbrögð, ekki sé gott að sparka fólki úr strætisvagni vegna þess að greiðsluleiðin virki ekki. Síðan segir hún:

„En hvernig bregðast stjórnendur Strætó við þessu? Ekki með því að fleygja Klapp appinu og taka bara upp einfalt posakerfi við biðstöðvar. Nei, þeirra lausn er að halda í ónýta kerfið og sekta og kasta óheppnum farþegum út úr vögnunum í staðinn. Talandi um að byrja á öfugum enda.“

Ragnhildur segir að Strætó sé fastur í vítahring og borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík reyni að varpa ábyrgðinni á ástandinu yfir á ríkið. Ragnhildur segir að ekki eigi að ráða vagnverði eins og nú er fyrirhugað, það eigi bara eftir að fæla enn fleiri farþega frá strætisvögnunum. Hún ráðleggur Strætó líka að fleygja Kapp-appinu:

„Mitt rekstrarráð til Strætó er að hætta snarlega að eyða peningum í Klapp. Það er bara sokkinn kostnaður og að reyna rétta það app við er ávísun á meiri tíma- og peningasóun. Það sama gildir fyrir allar markaðsherferðir og launakostnað vegna nýrra vagnvarða á meðan þetta app er enn í notkun og þjónustan er svona óáreiðanleg. Þeim peningum væri miklu betur varið í nýtt greiðslukerfi líkt og það sem öll lönd í kringum okkur nota. Það þarf handbremsubeygju ef Strætó á að komast á rétta braut ekki vagnverði.“

Sjá nánar á Vísir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“