fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Mikilvægasta tækið á heimilinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2023 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur reykskynjarans er í dag 1. desember. Þetta litla en magnaða öryggistæki er það mikilvægasta af öllum tækjum heimilisins. Slökkvilið landsins og Vertu eldklár, forvarnarverkefni HMS, standa saman að eldvarnarátaki sem hefst í dag þar sem allir landsmenn eru hvattir til að huga að brunavörnum heimilisins.,,Reykskynjarinn vakir yfir þér og þínu fólki. Eldurinn læðist um og lætur ekki vita af sér, en það er skerandi hljóð reykskynjarans sem vekur fólk ef eldur kemur upp á heimilinu,“ segir Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri og félagar hans hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ítreka mikilvægi reykskynjara sem er mikilvægasta tækið á heimilinu.

Það er mjög mikilvægt að reykskynjarar séu í öllum rýmum heimilisins að sögn Guðjóns og ekki síður mikilvægt að staðsetja þá sem næst miðju lofts. Gott er að prófa virkni reykskynjarans að lágmarki einu sinni á ári. ,,Þá er einnig mikilvægt er að allir þekki flóttaleiðir á sínu heimili og að þær séu greiðfærar. Gott ráð er að hafa slökkvitæki tiltækt á flóttaleiðinni,“ segir Guðjón.Á aðventunni er notalegt að eiga góða stund með fjölskyldu og vinum og þá er oft kveikt á kertum og heimilin skreytt. ,,Það þarf að fara gætilega með eld og rafmagn. Gott að er hafa óbrennanlegt undirlag undir kertum og staðsetja þau ekki nálægt gardínum. Þá er snjallt að vökva jólatrén, séu þau lifandi grenitré, því þau eru eldfimari ef þau þorna upp. Raftæki og aðrir hitagjafar, svo sem kertaljós, arineldur og jólaseríur, eru ómissandi partur af lífi okkar flestra en geta þó snögglega snúist upp í andhverfu sína ef umgengnin er ekki örugg. Við mælum eindregið með því að hlaða rafmagnshjól og rafmagnstæki af ábyrgð, ekki hlaða á meðan allir eru sofandi eða þegar enginn heima. Þá er betra að hafa svefnherbergisdyr lokaðar því eldur breiðist mjög hratt út.“ Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu, sem gerð var í janúar 2023, þá eru 95,7% heimila með einn eða fleiri reykskynjara. Guðjón ítrekar að það sé mikilvægt að öll heimili landsins séu með reykskynjara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“