fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Orkuveitan ber aldraða sumarhúsaeigendur út án nokkurra skýringa – „Stálhnefinn skal hér reiddur til lofts í krafti yfirburðarstöðu fyrirtækisins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkuveita Reykjavíkur freistar þess nú að fá átta sumarhúsaeigendur í Heiðmörk borna út úr bústöðum sínum. Fyrir þetta stendur ekki til að greiða neinar bætur og vísar Orkuveitan til vatnsverndasjónarmiða. Sumarhúsin hafa mörg hver verið í eigu sömu fjölskyldna áratugum saman, en lögmaður eins eiganda veltir því fram og annarlegar hvatir ráði ferð hjá Orkuveitunni. 

Ragna Þorsteins er 85 ára ekkja og í hópi þeirra sumarhúsaeigenda sem Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað útburðarmál gegn. Málið varðar sumarhús sem standa í miðri heiðmörk. Þessi hús voru byggð a tímum seinni heimsstyrjaldarinnar eru eru eigendur þeirra margir á ní-og tíræðisaldri. Stöð 2 ræddi í kvöldfréttum við Rögnu á dögunum sem lýsti því hvernig hún hefur varið öllum sumrum frá unga aldri í sumarbústað fjölskyldunnar. Nú standi til að bera hana út úr sumarhúsinu, af því bara, en þau eigendur hafi ekki fengið neinar handbærar skýringar frá Orkuveitunni.

Ómögulegt að skilja offorsið

Lögmaður Rögnu er Katrín Oddsdóttir en hún fór að skoða sumarhúsið um helgina og segir það ævintýralega sjón: „einhvers konar blanda af Árbæjarsafni annars vegar og norsku ævintýri hins vegar.“

Katrín skrifar um málið á Facebook þar sem hún rekur hvernig foreldrar Rögnu keyptu húsið í kringum seinni heimsstyrjöldina. Á þeim tíma hafi Reykjavíkurborg hvatt borgarbúa til að finna sér flóttastaði utan borgarinnar ef til loftárása kæmi. Í sumarhúsinu ólst Ragna sem og aðrir meira og minna upp. Um aldamótin gerðist það svo að Reykjavíkurborg afsalaði sér landsvæðinu til Orkuveitu Reykjavíkur.

„Án þess að mögulegt sé að skilja hvers vegna er eins og Orkuveitan hafi bitið í sig að Ragna og annað fólk í hennar stöðu, sem dvalið hefur í sátt við náttúruna þarna áratugum saman, séu meinvaldar sem ber að útrýma af svæðinu. Mér finnst þau miklu nær því að vera landverðir, enda nýti ég svæðið mikið til útivistar sjálf og finn fyrir öryggi að sjá ljóstíru í glugga þegar ég hleyp fram hjá þessum krúttlegu kotum.

Orkuveitan hefur varið umtalsmiklum kostnaði í lögmannsþjónustu og að mínu mati er fari fram með ótrúlegu offorsi. Aldrei hefur komið til tals að bjóða fólkinu bætur fyrir húsin, en þó virðist eitt hús hafa verið bætt á fyrri stigum. Að krefjast beinnar aðfarargerðar, þar sem fólk getur ekki borið vitni eða krafist sönnunargagna, er offors sem sætir ólíkindum í ljósi aðstæðna.“

Hvað stendur raunverulega til?

Á þessu svæði hafi Skógræktin töluverð umsvif með leyfi Orkuveitunnar. Þar t.d. er haldinn jólamarkaður þar sem fólki er stefnt á svæðið með tilheyrandi mengun. Það sé því ótækt að halda því fram að vatnsverndarsjónarmið vaki fyrir Orkuveitunni og allar slíkar meiningar séu í besta falli hræsni „en í því versta einhvers konar yfirklór“.

„Ég hef margbeðið um raunverulegar ástæður þess að fólkið þurfi að víkja en fæ ekki efnisleg svör um þessa stefnubreytingu Orkuveitunnar. Sum keyptu húsin sín rétt áður en Orkuveitan lét leigusamningana renna út. Það fólk hafði ítrekað farið á fundi Orkuveitunnar fyrir kaupin og verið fullvissað um að húsin fengju að vera áfram, rétt eins go þau höfðu fengið að vera þarna áratugum saman áður en til hinnar óvæntu stefnubreytingar kom.“

Katrín veltir því fyrir sér hvort Orkuveitan sé með áform fyrir svæðið sem hafi ekkert með vatnstöku að gera. Ekkert komi fram um stefnubreytingu Orkuveitunnar í fundargerðum, en þó hafi stjórn fundað um málið. Hér skorti á gegnsæi hjá stofnun sem eigi að starfa í þágu almennings.

„Stálhnefinn skal hér reiddur til lofts í krafti yfirburðastöðu fyrirtækisins gagnvart þessum borgurum.“

Katrín segir ofangreint merki um að henni blöskri, en baráttunni sé ekki lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína