fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Stangarhyl: Lést eftir að hafa hlaupið aftur inn í eldhafið í leit að vini sínum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 10:09

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmenskur karlmaður, sem lést í eldsvoða í húsnæði við Stangarhyl 3 í síðustu viku, var kominn heilu og höldnu út úr húsinu en hljóp aftur inn í eldhafið til að leita að vini sínum. Þaðan átti maðurinn, sem var á fertugsaldri, ekki afturkvæmt. Það sorglega við atburðarásina var að vinurinn var þegar kominn út úr húsinu. Þetta kemur fram í umfjöllum Heimildarinnar um slysið í morgun en Örvar Rafnsson, talsmaður Alva Capital, eiganda hússins staðfestir frásögnina.

Þar kemur fram að fjárfestingafélagið hafi keypt húsið árið 2022, og innréttað það sem 12 stúdíó íbúðir, 25 einstaklingsherbergi með sameiginlegu eldhúsi og einni stærri 135 fermetra fimm herbergja íbúð sem eldurinn kviknaði í.

Fullyrðir Örvar að fyrirtækið hafi sinnt eldvörnum vel og farið í einu og öllu eftir athugasemdum sem gerðar voru af slökkviliðinu í úttekt sem var gerð skömmu eftir að fyrirtækið tók við húsnæðinu. Þá hafi brunaviðvörunarkerfi húsnæðisins verið tekin út af Öryggismiðstöðinni þann 25. október síðastliðinn og kerfið sagt virka vel.

Eigandi og forstjóri Alva Capital er Skorri Rafn Rafnsson sem vakti athygli sem frumkvöðull í smálánastarfsemi á Íslandi sem og rekstri innheimtufyrirtækja ásamt öðrum fjárfestingum.

Þetta er að minnsta kosti þriðji stóri bruninn sem upp kemur á undanförnum mánuðum í húsnæði sem nýtt var til búsetu en ekki byggt sem slíkt. Í sumar kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði sem nýtt var til búsetu og komust sumir íbúar naumlega undan eldinum.

Í síðasta mánuði lést síðan maður í bruna í húsnæði við Funahöfða í Reykjavík sem búið var í en var ekki hugsað til búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat