fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Fréttir

Klitschko segir Zelensky vera á útleið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. desember 2023 12:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitali Klitschko, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, í þungavigt, og núverandi borgarstjóri í Kyiv höfuðborg Úkraínu virðist búinn að missa að einhverju leyti trúnna á Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Klitschko segir að forsetanum hafi mistekist að leiða Úkraínu á stríðstímum með árangursríkum hætti og að það muni brátt kosta hann embættið.

Klitschko sagði í viðtali við svissneska dagblaðið 20 minuten að gagnsókn Úkraínuhers hefði stöðvast og að Zelensky væri nú að gjalda fyrir mistök sín.

Klitschko segir það ekki koma á óvart að vinsældir Zelenskyy hafi minnkað og að úkraínski herinn sé nú vinsælli meðal þjóðarinnar en forsetinn. Hann segir að þjóðin sjái hverjir nái árangri í sínum störfum og hverjir ekki. Þjóðin velti nú fyrir sér af hverju Úkraína hafi ekki verið betur undirbúin fyrir stríðsátök.

Klitschko segir að forsetinn hafi mikilvægt hlutverk í dag og að þjóðin þurfi að styðja hann til loka stríðsins. Að því loknu muni sérhver stjórnmálamaður njóta árangurs síns eða gjalda fyrir mistök sín. Hann vísaði á bug öllum spurningum um hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta.

Hann sagði að slíkar vangaveltur væru heimskulegar á þessum tímapunkti. Það eina sem skipti máli í dag sé spurningin um hvort að tilvist Úkraínu verði tryggð til framtíðar.

Það er Daily Mail sem greinir frá þessu. Þar kemur einnig fram að Zelenskyy sé enn mun vinsælli meðal Úkraínumanna en hann var áður en innrás Rússa skall á. Samkvæmt nýlegum könnunum eru yfir 50 prósent þjóðarinnar ennþá ánægð með störf forsetans. Stuðningurinn við hann hefur hins vegar farið minnkandi.

Fyrir einu og hálfu ári var 74 prósent þjóðarinnar mjög ánægð með störf Zelenskyy en nú segjast 58 prósent mjög ánægð með hann. Flest þeirra sem segjast ekki lengur vera mjög ánægð með Zelenskyy segjast þó vera nokkuð ánægð.

Zelenskyy hefur viðurkennt að gagnsókn Úkraínumanna, sem miklar vonir voru bundnar við, hafi ekki skilað tilætluðum árangri.

Þetta sagði hann opinberlega síðastliðinn föstudag. Forsetinn var spurður hvort þrýst væri á hann að ganga til friðarviðræðna við Rússa en hann sagðist ekki finna fyrir slíkum þrýstingi enn sem komið er en raddir sem hvetji til slíks heyrist.

Philip Ingram, hernaðarsérfræðingur og fyrrum offursti í breska hernum, hvetur til þess að Vesturlönd haldi áfram að aðstoða Úkraínu. Hann segir pattstöðu ríkja í stríðinu um þessar mundir og svo verði fram á næsta vor, þegar fer að hlýna, en að baráttuandi úkraínska hersins sé enn mikill þrátt fyrir að skammt sé í að stríðið hafi staðið í tvö ár. Hann segir baráttuandann í rússneska hernum hins vegar vera minni. Rússneska hermenn skorti búnað, mat og alvöru leiðtoga.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Maður borinn út úr íbúð – Skuldar Félagsbústöðum yfir 2 milljónir króna

Maður borinn út úr íbúð – Skuldar Félagsbústöðum yfir 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sá gosið hefjast með berum augum og segir sjónarspilið magnað – „Við vorum eiginlega að bíða átekta, svo bara skyndilega byrjaði þetta allt saman“

Sá gosið hefjast með berum augum og segir sjónarspilið magnað – „Við vorum eiginlega að bíða átekta, svo bara skyndilega byrjaði þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eldgos er hafið, neyðarstigi lýst yfir og fluglitakóði á rautt – Kvikugangur færist nær Grindavíkurbæ

Eldgos er hafið, neyðarstigi lýst yfir og fluglitakóði á rautt – Kvikugangur færist nær Grindavíkurbæ
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Steinunn staðfestir orð Baldurs – Samstarfsfólk Katrínar hafi þrýst á hann að hætta

Steinunn staðfestir orð Baldurs – Samstarfsfólk Katrínar hafi þrýst á hann að hætta
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vesturlönd ætla að nota rússneskt fjármagn til að vopna Úkraínu

Vesturlönd ætla að nota rússneskt fjármagn til að vopna Úkraínu
Fréttir
Í gær

Segir Brückner hafa brotið gegn sér þegar hún var 10 ára – Hafi stokkið allsber og glottandi undan kletti

Segir Brückner hafa brotið gegn sér þegar hún var 10 ára – Hafi stokkið allsber og glottandi undan kletti
Fréttir
Í gær

Sigga Beinteins braut glerþak fyrir Baldur – Bókstaflega

Sigga Beinteins braut glerþak fyrir Baldur – Bókstaflega