fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Fréttir

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. desember 2023 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðfest er að erfðaefni úr Ásu Guðbjörgu Ellerup passar við það erfðaefni sem fannst á fórnarlambi Gilgo-strandar morðingjans.

Var sýni tekið úr Ásu Ellerup og borið saman við það erfðaefni sem fannst á líkamsleifum á Gilgo ströndinni og reyndist um sama erfðaefnið að ræða. FOX NY greinir frá.

Erfðaefnið á strigapoka sem eitt líkið fannst í, var úr hári en sýni sem var tekið úr kinnum Ásu sanna að hárið kom frá henni.

Engar sakir hafa þó verið bornar á Ásu Guðbjörgu, en eiginmaður hennar Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir að bana Melissu Barthelemy, Megan Waterman og Amber Castello. Hann er eins grunaður um að hafa banað fjórðu konunni, Maureen Brainard-Barnes.

Lögmaður Ásu Guðbjargar, Robert Macedonio, segir að það séu ekki nýjar fréttir að hár úr Ásu hafi fundist á vettvangi. Líklega sé hér um að ræða hár sem hafi komið frá heimili hennar og Rex og þannig lent á Gilgo-ströndinni. Hann minnir á að Ása hafi ekki verið í Bandaríkjunum þegar morðin sem maður hennar er grunaður um, voru framin.

Konurnar fjórar fundust látnar við Gilgo-ströndina á Long Island árið 2010. Allar höfðu þær látið lífið eftir að þrengt var að öndunarvegi þeirra og líkamsleifum þeirra komið fyrir við ströndina með áþekkum hætti.

Rex neitar sök.

Þinghald var haldið í málinu fyrr í þessum mánuði og mætti Ása Guðbjörg í dómsal, en hún segist vilja sjá með eigin augum hvers vegna Rex er grunaður um ódæðisverkin. Með Ásu í för var heilt tökulið en hún vinnur nú að gerð heimildaþátta sem fjalla um ákæruna og áhrifin sem málið hefur haft á fjölskylduna.

Allt í allt fundust líkamsleifar 11 einstaklinga á Gilgo-ströndinni. Flest líkin voru ungar konur sem höfðu starfað við vændi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson