fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Óskar hæðist að þjóðkirkjunni og kirkjuþingi í jólasögu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Magnússon, rithöfundur, bóndi og kirkjuþingsmaður með meiru, birtir smásögu í Kirkjublaðinu sem ber heitið Vitringarnir tólf Kristileg jólasaga. Við lestur sögunnar er erfitt að verjast þeirri hugsun að höfundur sé að gera grín að þjóðkirkjunni og kirkjuþingi en í sögunni segir meðal annars þetta um kjör biskupa:

„Vitringarnir tólf höfðu lengi haft áhuga á að viðhalda embættum vígslubiskupa, bæði á Hólum og í Skálholti. Voru þeir nokkuð á eitt sáttir um að þótt ekki væri alveg augljóst til hvers embættin væru eiginlega þá væru þau virðuleg og á þann hátt jafnvel gagnleg. Slík embætti gæti verið gott að eiga í holu síðar á starfsævinni og geta kannski endað glæstan embættisferil á öðru hvoru hinna fornu setra. Þetta þótti þó rétt að ræða af varfærni og gæta að því að ólærðir menn og illa fróðir færu ekki að reyna að hlutast til um þær ágætu reglur sem um kjör vígslubiskupa giltu. Og barst þá talið óvænt að kjöri sjálfs biskups Íslands:

„Mér dettur nú í hug að það mætti spara umtalsvert fé og hætta þessum eilífu kosningum. Getur ekki bara einhver á skrifstofunni ráðið biskup? Við erum með fullt af hæfu fólki sem getur vel gert ráðningarsamninga jafnvel til lengri tíma. Er ekki bara upplagt að mannauðsstjórinn geri það á nokkurra ára fresti?““

Kirkjuþingsmennirnir í sögunni, eða vitringarnir 12, eins og þeir eru nefndir, eru mjög efins um þá hugmynd að þjóðin öll kjósi biskup, eða eins og segir hér:

„„Það var nú einn ómenntaður eitthvað að tala um að allir í þjóðkirkjunni ættu að fá að kjósa biskup í lýðræðislegri kosningu. Ég er nú ekki búinn að vera svo lengi hér en hafið þið eitthvað rætt það?“ spurði hófsamur vitringur úr Hlíðahverfi sem hafði verið æskulýðsprestur og þótt liðtækur gítarleikari. En nú sló þögn á hópinn. Þegar vitringarnir höfðu jafnað sig,  tóku þeir allir til máls í einu, nema gítarleikarinn, og mæltu allir á sömu lund:

„Allt þjóðkirkjufólk? Kjósi biskup? Það eru tvöhundruð og þrjátíu þúsund manns. Það hljóta allir að sjá hvurslags öngþveiti það yrði. Það gætu jafnvel einhverjir rænt embættinu. Kannski sósíalistar eða einhverjir bísnissmenn. Svo yrði Þjóðkirkjan bara skráð í Kauphöllina og við hefðum ekkert með þetta að segja. Hverjir stjórna þá peningunum? Þetta má aldrei verða.“

Umræðurnar höfðu nú færst á mjög alvarlegt stig. Mikilvægir hagmunir vitringanna voru í húfi. „Við skulum rétta aðeins úr okkur,“ sagði ein lærða konan og stóð upp. Nú þyrfti að ráða ráðum sínum. Jólin sjálf framundan.“

Í sögunni segir að kirkjuþingsmennirnir leggi þunga áherslu á að ekki sé hróflað við greiðum aðgangi þeirra og skólasystkina þeirra að fjárhirslum kirkjunnar. Er samþykkt á þinginu í sögunni að allir starfsmenn skrifstofu biskups geti ávísað á reikninga kirkjunnar. Einnig segir:

„Allir sem vildu gott til leggja um fjármál og skipulag fengu aðfinnslur frá vitringunum fyrir asa og flýti, ekkert lægi á, kirkjan væri ekki eitthvert hasarskip, heldur virðuleg stofnun sem bærðist fyrir eigin afli.“

Söguna má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“