Karlmaður sem fluttur var á Landspítalann eftir eldsvoða í Stangarhyl í Árbæ aðfaranótt sunnudags lést um kvöldmatarleytið í gær. Maðurinn var á fertugsaldri og frá Rúmeníu.
Vísir greinir frá og staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, andlátið við fréttastofu Vísis.
Kemur fram að von sé á tilkynningu lögreglu vegna málsins.