fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Jón sendir Otta fallega kveðju eftir tíðindi gærkvöldsins – „Sýnir hve sterkur leiðtogi þú ert“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, hefur sent Otta Sigmarssyni fallega kveðju eftir að Otti ákvað að segja af sér formennsku í Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Otti er búsettur í Grindavík og í yfirlýsingu sem hann birti í gærkvöldi sagði hann það ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, sjálfum sér eða fjölskyldu sinni að starfa áfram sem formaður við þær aðstæður sem Grindvíkingar standa nú frammi fyrir. Otti er sem fyrr segir Grindvíkingur, búsettur þar ásamt eiginkonu og börnum, situr í stjórn björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, ásamt því að reka fyrirtæki í bænum.

„Þó svo að þessari atburðarás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum,“ sagði Otti meðal annars og bætti við að staðan verði endurmetin í janúar þegar stjórn Landsbjargar kemur saman. Þangað til muni Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir varaformaður taka við skyldum formanns.

Jón birti fallega færslu á Facebook í morgun sem er tileinkuð Otta og er óhætt að segja að ráðherrann fyrrverandi fari hlýjum orðum um vin sinn. Jón var áberandi í starfi Landsbjargar á árum áður og var meðal annars formaður félagsins á árunum 2000 til 2005 og varaformaður þar áður. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Kæri vinur.

Þú hefur sýnt það í störfum þínum að þú ert alvöru foringi í þínu liði. Hógvær, yfirvegaður og veist hvert þú stefnir sjálfur og með góða félagið okkar. Fastur fyrir, tillitssamur og fórnfús þegar á þarf að halda. Þetta eru góðir eiginleikar alvöru foringja. Þú ert ekki sá fyrsti sem þið Grindvíkingar sendið okkur í þetta mikilvæga starf enda starfsemi félagsins rótgróin í bæjarsálina í þínum heimabæ.

Raunsæi og skynsemi eru mikilvægir eiginleikar og þar kemur þú sterkur inn á þessum erfiðu tímum sem herja svo hart á þína heimabyggð með eðlilega tilheyrandi áhrifum á þig, fjölskylduna og vini. Félagið okkar er sterkt og á svona stundum reynir á breiðfylkinguna.

Þessi ákvörðun þín er raunsæ, skynsamleg og sýnir hve sterkur leiðtogi þú ert. Það birtir upp um síðir og þá kemur þú til baka reynslunni ríkari og sterkari enn áður.

Ég er stoltur af þér sem formanni okkar.

Gangi ykkur vel minn kæri og þú veist af mér ef eitthvað er sem ég get veitt þér lið með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“