fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ný gögn: Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 14:11

Horft yfir Þorbjörn til Grindavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sólarhring hafa mælst um 900 jarðskjálftar á Reykjanesi, flestir á svæðinu milli Þorbjörns og Sýlingarfells. Stærsti skjálftinn var M2,9 að stærð upp úr klukkan 7 í morgun. Jarðskjálftavirknin er áfram á sama dýpi og áður.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem birtar voru á vef Veðurstofunnar eftir hádegi í dag.

Gervihnattagögn sem unnið var úr um klukkan 17 í gær og ná yfir tímabilið milli 4. Og 6. Nóvember staðfesta áframhaldandi landris við Þorbjörn.

„Sömu gögn sýna engin merki um kvikusöfnun í Eldvörpum eða við Sýlingarfell, austan Grindavíkurvegar, þar sem skjálftavirkni hefur mælst síðustu daga,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að kvikusöfnun haldi áfram á um 5 kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn.

„Ef miðað er við 27. október sem upphafsdag atburðarásarinnar til dagsins í dag hefur land risið nokkuð jafnt þó svo að hröðun á ferlinu hafi mælst á milli daga. Áfram má búast við hviðukenndri skjálftavirkni á meðan að kvikusöfnun er í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“