fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Nanna Magnadóttir er látin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nanna Magnadóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er látin, 50 ára að aldri. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að Nanna hafi látist á Landspítalanum þann 26. október síðastliðinn af völdum heilablóðfalls.

Nanna fæddist í Lundúnum þann 10. mars árið 1973 en eins árs flutti hún heim til Íslands ásamt foreldrum sínum og ólst þar upp.

Nanna lauk embættisprófi í lögfræði árið 1998 og hóf eftir það störf hjá Héraðsdómi Reykjavíkur sem aðstoðarmaður dómara. Þá var hún um skeið lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis.

Nanna lauk meistaragráðu í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Svíþjóð árið 2004 og starfaði hjá Evrópuráðinu, meðal annars lögfræðilegur ráðgjafi og staðgengill forstöðumanns skrifstofu Evrópuráðsins í Kósóvó.

Hún kom víða við í störfum sínum erlendis. Hún starfaði á vegum íslensku friðargæslunnar sem ráðgjafi svæðisáætlunar UNIFEM fyrir Suðaustur-Evrópu og var þá staðsett í Serbíu. Árið 2008 fór hún aftur til Kósóvó og starfaði sem forstöðumaður skrifstofu Evrópuráðsins á vegum friðargæslunnar. Hún og fjölskylda hennar fluttu svo til Svíþjóðar árið 2009 þar sem hún var aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu.

Fjölskyldan flutti heim 2013 og í ársbyrjun 2014 tók hún við sem forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ársbyrjun 2022 var hún skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og gegndi hún því starfi til dauðadags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“