fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Aðalvitnið í Ólafsfjarðarmálinu er látið – Var á vettvangi þegar Tómas lét lífið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. október 2023 13:00

Mynd sjónarvottar sýnir lögreglu og sjúkralið koma inn í Ólafsfjörð nóttina örlagaríku sem Tómas Waagfjörð lét lífið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Tómasar Waagfjörð, en hann lést í átökum við Steinþór Einarsson, í íbúð á Ólafsfirði þann 3. október 2022, er látin. Lát hennar bar að fyrir um viku. Samkvæmt heimildarmanni DV hafði konan átt við mikla erfiðleika að stríða undanfarin ár og þeir mögnuðust við harmleikinn á Ólafsfirði.

Steinþór hefur verið ákærður fyrir manndráp en hann ber við sjálfsvörn. Báðir mennirnir voru með áverka eftir hníf en Tómas lést af áverkum sínum. Í ákæru segir að Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar með hnífi í vinstri síðu með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar.

Samkvæmt fréttum í fyrra var talið að eiginkonan styddi framburð Steinþórs um atburðarásina. Óvíst er hvaða áhrif fráfall hennar hefur á réttarhöldin, sönnunarfærslu ákæruvaldsins og málsvörn Tómasar. Ljóst er að meðal annars verður stuðst við tæknileg gögn er t.d. varða áverka á hinum látna og hinum ákærða.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri í byrjun desember.

Sjá einnig: Steinþór ákærður fyrir manndráp – Tómas lést vegna blóðtaps eftir tvær hnífstungur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“