fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Forfeður okkar átu þang

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 22. október 2023 15:00

Þang varð smám saman að fátækramat og svo dýrafóðri. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný bresk rannsókn, sem birt er í tímaritinu Nature Communications, sýnir að þang var notað til átu víða í norðanverðri Evrópu um langt skeið. Meðal annars á Íslandi, Írlandi og í Frakklandi.

Rannsóknin var gerð við háskólana í Glasgow og York. Vísindamennirnir segjast hafa óyggjandi fornleifafræðileg gögn sem sýni fram á að Evrópumenn hafi étið þang allt frá steinöld og vel fram á miðaldir.

Hingað til hafi verið talið að þang hafi aðallega verið notað til annarra nota en sem matur. Það er sem eldsneyti, áburður eða pakningar utan um matvæli.

Lesið í tennurnar

Í rannsókninni segir að þangát hafi að mestu hætt á átjándu öld í í Evrópu. Þá var farið að líta á þang sem fátækramat. Í Asíu hélt það hins vegar áfram og umfangið var nokkuð mikið. Þar var þang talið hafa næringarlegt og læknisfræðilegt gildi fyrir mannslíkamann. Af 10 þúsund þangtegundum eru 145 borðaðar í Asíu enn í dag.

Til eru ýmis skrifleg gögn um þang, svo sem gömul íslensk lagaákvæði um þang sem nytjar. En rannsóknin beindist einkum að svokölluðum lífmerkjum (biomarkers) úr tönnum forfeðra okkar. Þetta eru tennur úr 74 beinagrindum sem fundist hafa í 28 fornleifauppgröftum víða um Evrópu.

Sýnin sýna að viðkomandi hafi neytt ýmis konar tegundum þangs og þörunga. Rautt, grænt og brúnt sem og ýmsar ferskvatnsplöntur.

Enduruppgötvun möguleg

Vísindamennirnir telja að rannsóknin sýni að það eru miklir möguleikar með þang og þörunga í matvælaframleiðslu í dag. Þessi matur sé hollur og framleiðslan geti verið sjálfbær.

Steinaldarmaður gæðir sér á þangi.

„Í dag er þang og ferskvatnsplöntur varla til í mataræði hins hefðbundna vestræna manns,“ segir Karen Hardy prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Glasgow. „Smættun þangs frá því að vera matur í að vera fátækramatur og svo dýrafóður hefur líklega gerst á löngum tíma. Það sama hefur gerst fyrir ýmsar aðrar jurtir.“

Vel sé hægt að „enduruppgötva“ ýmis matvæli, svo sem þang, í stað þess að treysta á fáar fjöldaframleiddar tegundir matvæla eins og raunin er í dag.

Söl í grauta og snakk

Þó að þangáta sé að mestu horfin í Evrópu þá má nefna að það er enn þá stundað á Íslandi, þó í litlum mæli sé. Söl er rauðþörungur sem hefur verið notaður í ýmsa matargerð á Íslandi, og hefur verið sérstaklega vinsælt í Öxarfirði.

Söl er meðal annars notað í grauta og þurrkað í snakk. Einnig bakað í flatkökur, eða sölvakökur eins og þær kallast. Söl er einnig selt í heilsubúðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu