fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Fyrrum vöggustofubörn fá ókeypis geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. október 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt tillaga borgarstjóra um umgjörð geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu eða annarrar sértækrar þjónustu fyrir fyrrum vöggustofubörn. Reykjavíkurborg mun bjóða fyrrum vöggustofubörnum þessa þjónustu þeim að kostnaðarlausu.

Ókeypis geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónusta var meðal tillagna sérstakrar nefndar sem rannsakaði starfsemi vöggustofa sem reknar voru á vegum borgarinnar í fjölda ára upp úr miðri síðustu öld.  Nefndin komst meðal annars að þeim niðurstöðum að börn sem vistuð voru á vöggustofunum hefðu sætt slæmri meðferð og borið í mörgum tilfellum varanlega skaða af vistinni.

Sjá einnig: Vöggustofunefnd staðfestir tengslarof – Fjórar tillögur til úrbóta

Í tillögunni kemur meðal annars fram að áætlaður kostnaður við veitingu þjónustunnar sé í fyrstu um 10 milljónir króna og falli að mestu til á árinu 2024.

Samkvæmt tillögunni, sem eins og áður segir var samþykkt í borgarráði, verður fyrirkomulag þjónustunnar með þeim hætti að upphaf hennar felst í að fyrrum vöggustofubörn fá símanúmer hjá fagaðila eða netfang sem er vaktað af fagaðila og hægt er að hafa samband við eða senda fyrirspurn á.

Fagaðili hafi aðgang að lista yfir vöggustofubörn og geti staðfest dvöl viðkomandi
einstaklings á vöggustofu.

Ef dvöl er staðfest bókar fagaðili tíma fyrir viðtal þar sem lagt er mat á þjónustuþörf.

Ef niðurstaða viðtalsins er sú að þörf sé á bráðaþjónustu verður viðkomandi vísað á
bráðaþjónustu geðsviðs Landspítalans í gegnum sérstakan tengilið þar. Ef niðurstaðan er að fyrst og fremst sé um að ræða fíknivanda verði viðkomandi vísað á göngudeild SÁÁ í gegnum sérstakan tengilið. Öðrum verði vísað í almenna sálfræðiþjónustu á einkastofur sem hafi tekið að sér að sinna þjónustunni í verktöku fyrir Reykjavíkurborg samkvæmt samningi. Eitt útiloki þó ekki annað í þessu fyrirkomulagi.

Gæta þurfi sérstaklega vel að trúnaði

Fagaðili meti þörf á aðstoð og fjölda viðtala.

Um verktaka sem taka munu að sér að veita sálfræðiþjónustu segir meðal annars í tilögunni að æskilegt sé að meðferðaraðilar séu bæði konur og karlar. Æskilegt sé einnig að um sé að ræða sálfræðinga sem hafi reynslu af þunglyndi, kvíðaröskunum, áfalla- og streituröskunum auk vinnu með sjálfsmynd og samskiptavanda.

Í tillögunni er áhersla lögð á að gæta þurfi sérstaklega vel að trúnaði við þjónustuþega. Í því samhengi þurfi meðal annars að huga að því að nöfn þjónustuþeganna komi ekki fram á reikningum sem verktakar muni senda Reykjavíkurborg.

Samkvæmt tillögunni er miðað við að hámarksfjöldi viðtala sem í boði verða verði 10 og boðið verði upp á viðtöl út árið 2024. Þegar viðtölum verði lokið sé þörf viðkomandi á félagsþjónustu eða annarri þjónustu metin og honum vísað í viðeigandi úrræði eftir þörfum.

Í lok tillögunnar er tekið fram að erfitt sé að áætla fjölda fyrrum vöggustofabarna sem myndu óska eftir kostnaðarlausri geðheilbrigðis- eða sálfræðiþjónustu. Í fyrstu verði miðað við 30-40 einstaklinga sem þurfi 3-10 tíma hver. Einnig þurfi að gera ráð fyrir öðrum ófyrirséðum kostnaði.

Eins og áður segir er áætlaður heildarkostnaður við geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu til handa fyrrum vöggustofubörnum 10 milljónir króna en miðað við tillöguna er ekki loku fyrir það skotið að sá kostnaður eigi eftir að verða hærri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu