fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Skólastjóri Síðuskóla svarar ekki hvort nemendur þurfi að mæta í tíma til Helgu Daggar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. október 2023 12:00

Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri svarar ekki spurningum DV um Helgu Dögg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur Síðuskóla á Akureyri svara því ekki hvort grunnskólakennarinn Helga Dögg Sverrisdóttir hafi fengið áminningu vegna skrifa sinna um transfólk. Heldur ekki hvort að nemendum við skólann verði gert skylt að mæta í tíma til hennar.

Skrif Helgu Daggar hafa verið fordæmd, meðal annars af Kennarasambandinu, Samtökunum 78, og foreldrum trans barns við skólann. Þann 5. október var lögum Bandalags kennara á Norðausturlandi breytt til þess að geta komið Helgu Dögg úr sæti formanns. Það er að kjörtímabil formanns var stytt úr tveimur árum í eitt ár.

Beinist gegn transfólki

Helga Dögg hefur farið mikinn í skrifum sínum um trans fólk. Meðal annars hefur hún skrifað:

„Sérúrræði fyrir trans fólk á að vera skylda, ekki val í sundlaugum og einkarýmum kynjanna. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á að baða sig með ókunnugum af gagnstæða kyninu, þó það skilgreini sig trans. Það er ekki boðlegt. Hvað þá ungum börnum.“

Nýlega skrifaði hún einnig greinina „Áróðurinn að trans-kona sé kona er lygi“ á vefinn frettin.is. Þar sem hún gerir orð Søs Lihn Nielsen að sínum:

,,Konur eru fullorðnar konur. Karlmenn eru fullorðnir mennskir karlmenn.“

,,Stelpa sem hefur gaman af íþróttum, er með stutt hár og finnst gaman að leika sér á vörubílum, hún er samt stelpa.“

,,Strákur getur klæðst bleiku og verið með sítt hár og leikið sér með dúkkur, hann er samt strákur.“

„Ógeðfelld viðhorf“

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur lagt orð í belg varðandi skrif Helgu Daggar þó nafn hennar sé ekki nefnt berum orðum. Segir í yfirlýsingu bæjarins frá því í vor þegar umræða kom upp um skrif Helgu Daggar:

„Að gefnu tilefni vill bæjarstjórn Akureyrar koma því skýrt á framfæri að í öllu því starfi sem sveitarfélagið hefur með höndum, er undantekningarlaust haft að leiðarljósi að tryggja jafnan rétt allra og fagna fjölbreytileikanum. Það eru grundvallarmannréttindi að allir njóti sama réttar óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu,“

Sjá einnig:

Helgu bolað úr formannssæti vegna skrifa um trans-málefni

Bæjarfulltrúinn Hilda Jana Gísladóttir fagnaði einnig ákvörðun Bandalags kennara á Norðausturlandi í byrjun mánaðar. Skrifar hún á kaffid.is:

„Það hefur síðan óneitanlega haft áhrif að formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra (BKNE) hefur nánast daglega, opinberlega, viðrað ógeðfelld viðhorf sín og annarra um málefni hinsegin fólks, sem hafa sérstaklega beinst gegn transfólki. Þau gleðilegu tíðindi bárust hins vegar í gær að formannskipti hafa orðið hjá félaginu.“

Svara ekki spurningum DV

DV spurði Ólöfu Ingu Andrésdóttur, skólastjóra Síðuskóla, um stöðu Helgu Daggar. Hvort hún yrði áfram kennari við skólann, hvort hún hefði fengið áminningu í starfi fyrir skrif sín, börnum á hvaða aldri hún kennir, hvort skólinn hefði fengið kvartanir vegna hennar frá foreldrum eða öðrum kennurum og hvernig skólinn hefði brugðist við.

„Akureyrarbær svarar hvorki spurningum um einstaka starfsmenn bæjarins né hvort efnt hefur til starfsmannamáls,“ var eina svarið frá Ólöfu Ingu við þeim spurningum.

Óvíst hvort nemendum sé skylt að mæta

Einnig spurði DV Ólöfu hvort nemendum yrði skylt að mæta í tíma til Helgu Daggar. En eins og Morgunblaðið greindi frá í september munu nemendur við Fjölbrautaskólann í Garðabæ ekki þurfa að mæta í tíma hjá kennaranum Páli Vilhjálmssyni, sem hefur haft uppi svipuð ummæli og Helga Dögg um transfólk og meðal annar sakað Samtökin 78 um að vera í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd.

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari við FG, sagði að Páli yrði ekki vikið úr starfi þó að skólinn væri í vandræðum vegna skrifa Páls. Nemendur myndu hins vegar ekki þurfa að mæta í tíma til hans ef þeir vildu það ekki.

Ólöf Inga svarar DV heldur ekki um hvort að foreldrum barna við Síðuskóla sé skylt að senda nemendur í tíma til hennar.

„Við munum ekki svara því heldur,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“