fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Vöggustofunefnd staðfestir tengslarof – Fjórar tillögur til úrbóta

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. október 2023 14:47

Kjartan Björgvinsson formaður vöggustofunefndar og landsréttardómari. Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er af skriflegum heimildum og frásögnum fyrrverandi starfsfólks vöggustofa að foreldrum barnanna hafi í reynd verið meinað að umgangast börn sín meðan þau voru þar. Máttu ekki snerta þau eða halda á þeim heldur einungis sjá þau í gegnum gler.

Með þessu hafi tengsl barna við foreldra, og eftir atvikum systkini, rofin á mjög löngum tímabilum án þess að börnunum væri veitt persónuleg umönnun. Þá hafi opinbert eftirlit barnaverndarnefndar Reykjavíkur oft ekki í samræmi við lög þegar börn voru vistuð á vöggustofunum.

Þetta kemur fram hjá nefnd Reykjavíkurborgar sem rannsakaði starfsemi vöggustofanna að Hlíðarenda og hjá Thorvaldsensfélaginu árin 1949 til 1973. Í nefndinni voru Kjartan Björgvinsson landsréttardómari, Urður Njarðvík prófessor í barnasálfræði og Elly Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi. Kynntu þau skýrslu sína á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Allur matur maukaður og fá leikföng

Alls voru 1083 börn vistað á vöggustofunum á umræddu tímabili. Nefndin telur börnin hafa verið beitt illri meðferð, það er verklagið og starfshættina, fram til ársins 1967. Nefndin telur ekki hægt að slá því föstu að starfsfólk hafi viljandi beitt börnin ofbeldi eða illri meðferð. Kerfinu sé um að kenna.

Börnin voru send á vöggustofur einkum vegna fátæktar foreldra, vímuefnanotkunar, líkamlegra eða andlegra veikinda þeirra, húsnæðisvanda eða skorti á dagvistunarúrræðum. Þó skortir einnig mikið af upplýsingum um hvers vegna börn voru vistuð á þessum stofnunum.

Börnin fóru mjög sjaldan út, lágu lengi í rúmum sínum í óskreyttum herbergjum með fá eða engin leikföng. Allur matur var maukaður og öll börn mötuð. Skerti þetta hreyfiþroska barnanna, félagsþroska þeirra og málþroska. Tíðni tengslaraskana eru í kringum 30 prósent.

Börnin máttu sæta illri meðferð á vöggustofunum til ársins 1967.

„Starfsfólkið greindi meðal annars frá því að börn hafi verið óeðlilega lengi í rúmum sínum. Þar að auki hafi ekki mátt mynda persónuleg tengsl við börnin,“ segir í skýrslunni. „Þá liggur fyrir samkvæmt frásögnum fyrrverandi starfsmanna að vöggustofan bauð upp á mjög takmarkaða örvun á skynjun og þroska barnanna.“

Hættara við örorku og dauða

Gögn frá Tryggingastofnun sýna að 34,3 prósent þeirra sem vistuð voru lengur en einn mánuð á vöggustofunum hafa fengið örorkumat eða endurhæfingarlífeyri. Hjá öðrum á sama aldri er hlutfallið 22,4 prósent. Algengustu ástæður örorku eru geðraskanir og stoðkerfissjúkdómar.

14,4 prósent vöggustofubarnanna á umræddu tímabili eru nú látin en 8,6 prósent annarra jafnaldra þeirra.

Fjórar tillögur

Nefndin leggur til fjórar tillögur til úrbóta. Í fyrsta lagi eru það bótagreiðslur og yrði það stjórnvalda að meta upphæðir og hvernig því yrði framfylgt. Í öðru lagi að veita eftirlifandi vöggustofubörnum geðheilbrigðis og sálfræðiþjónustu. Í þriðja lagi að farið verði yfir gildandi framkvæmd og eftirlit barnaverndarmála. Að lokum að borgarráð meti hvort frekari rannsókna þurfi við, svo sem starfsemi vöggustofa eftir árið 1974.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“