fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fyrrum foringi í Wagnerhópnum flúði til Noregs

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 09:00

Andrei Medvedev. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum foringi í málaliðahernum Wagner, sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, flúði til Noregs fyrir helgi og óskaði eftir hæli.

VG skýrir frá þessu og segir að maðurinn, sem heitir Andrei Medvedev, hafi verið handtekinn í bænum Pasvik á föstudaginn fyrir að hafa komið ólöglega yfir landamærin frá Rússlandi. Lögmaður Medvedev, Jens Bernhard Herstad, staðfesti í gær að það væri skjólstæðingur hans sem hefði verið handtekinn á föstudaginn en lögreglan hafði ekki viljað nafngreina hann.

Rússneski netmiðillinn gulagu.net segir að Medvedev hafi flúið til Noregs frá rússneska bænum Nikel í Múrmansk. Eru landamæraverðir sagðir hafa sigað hundum á hann og skotið á hann.

Eftir að hann var handtekinn og óskaði eftir hæli var hann fluttur til Osló.

Fjölmiðlar skýrðu frá því fyrir nokkrum vikum að Medvedev hafi flúið frá vígvellinum í Úkraínu eftir að einn undirmanna hans var tekinn af lífi með sleggju eftir að hann gerðist liðhlaupi. Medvedev sagði í samtali við The Insider í desember að hann vissi um minnst tíu álíka mál þar sem liðhlaupar hefðu verið teknir af lífi.

Í samtali við Ukraine Today sagðist hann óttast um líf sitt eftir að hann gerðist liðhlaupi.

Eftir að hann gerðist liðhlaupi biðlaði hann persónulega til Pútíns um vernd og bað um að verða ekki afhentur liðsmönnum Wagner.

Í samtalinu við The Insider sagði hann að hann hefði komið sér upp „líftryggingu“ með því að geyma tvær upptökur af aftökum sem myndu verða birtar sjálfkrafa ef hann skyldi „hverfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala