Hafþór Logi Hlynsson er látinn eftir baráttu við krabbamein, 36 ára að aldri. Hafþór Logi lætur eftir sig unnustu og tvö börn, en hann var búsettur á Spáni síðustu ár. Vísir greinir frá.
Hafþór Logi lést 27. ágúst eftir skammvinn veikindi að því er fram kemur í dánartilkynningu á samfélagsmiðlum. Útför hans fór fram frá Lindakirkju í Kópavogi í gær.
Hafþórs Loga er minnst af vinum hans og ættingjum sem hjartahlýs manns, yndislegs föður og trausts vinar. Hann var jafnframt vinsæll á Instagram með 42 þúsund fylgjendur.
Hafþór Logi hlaut átta mánaða dóm árið 2021 í Bitcoin-málinu sem vakti heimsathygli og erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um. Heimildamynd framleitt af Sigurjóni Sighvatssyni var fyrirhuguð.