fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu fólks í hættu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. september 2023 14:00

Ártúnsbrekka, skjáskot af Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær (20. september) var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir hættubrot. Atviki átti sér stað fyrir tæpu ári, aðfaranótt þriðjudagsins 11. október.

Samkvæmt ákæru var ökumaðurinn uppdópaður og drukkinn er hann ók eftir Ártúnsbrekku, Vínlandsleið og Vesturlandsvegi með lögreglu á eftir sér, en hann hirti ekki um fyrirmæli lögreglu um að stöðva bílinn. Eftirförinni, sem lauk með handtöku, er lýst svo í ákæru:

„Ákærði ók austur Ártúnsbrekku þar sem lögregla gaf ákærða merki með forgangsljósum um að stöðva bifreiðina, en ákærði sinnti því engu og ók á 151 km/klst norður
Vesturlandsveg við Vínlandsleið á vegkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ákærði ók, áfram norður Vesturlandsveg um hringtorg við Skarhólabraut og
Langatanga í Mosfellsbæ þar sem hann ók 5 hringi, þaðan áfram Vesturlandsveg í norður og um vegavinnusvæði þar sem hámarkshraði var 50 km/klst á miklum hraða, áfram norður og um hringtorgið við KFC þar sem hann ók þrjá hringi og upp á hringtorgið. Þar reyndi lögregla árangurslaust að stöðva för ákærða með ákeyrslu en ákærði jók hraðann, reykspólaði á veginum og út úr hringtorginu í norður þar sem hann tók snögga vinstribeygju og ók yfir umferðareyju á milli akreina. Þá ók ákærði aftur inn í hringtorgið og út úr því á Vesturlandsvegi í suður-átt, jók hraðann í allt að 100 km/klst á vegvinnusvæði þar sem hámarkshraði var 50 km/klst og ók á umferðarstiku.

Því næst ók ákærði áfram suður Vesturlandsveg um hringtorg við Langatanga þar sem önnur lögreglubifreið var komin og eftirför haldið áfram suður Vesturlandsveg, þar sem ákærði jók hraðann verulega, ók um hringtorg við Skarhólabraut og áfram um hringtorg við Korpúlfsstaðaveg. Á milli hringtorgs við Korpúlfsstaðaveg og Bauhaus reyndi lögregla aftur að stöðva för ákærða með því að kasta út naglamottu en ákærði ók yfir mottuna og áfram á móti umferð inn í hringtorgið við Bauhaus þar sem hann ók á lögreglubifreið, því næst áfram út úr hringtorginu á móti umferð á Vesturlandsvegi til suðurs þar sem ökumaður annarrar bifreiðar þurfti að aka út í kant til þess að forða árekstri. Tókst lögreglu þá loks að stöðva för ákærða með því að þvinga bifreiðina Y upp að vegriði.“

Maðurinn er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu annarra vegfarenda í hættu með framferði sínu. Hann er einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en hann var með maríhúana í fórum sínum. Einnig var hann ákærður fyrir brot vegn valdstjórninni með því að hafa hrækt á lögreglumann á lögreglustöðunni við Hverfisgötu.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er þess krafist að hann verði sviptur ökurétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“