fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

„Bara tímaspursmál“ – Gýs í nóvember?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. september 2023 08:00

Eldgosið við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris er hafið á Reykjanesskaga og sjást skýr merki um það samkvæmt GPS-mælingum sem Veðurstofan hefur rýnt. Ekki er útilokað að gosið geti í nóvember en tímalínan er mjög óviss og ekki víst að þetta endi með gosi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. „Þetta er alveg skýrt, við sjáum þetta merki mjög vel núna,“ er haft eftir Benedikt Gunnari Ófeigssyni, sérfræðingi í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofunni, um landrisið.

Hann sagði að GPS-stöðin á Festarfjalli hafi færst um rúmlega sentimetra til suðurs frá goslokum í ágúst og sömu sögu er að segja í Krýsuvík, þar rís land einnig. „Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði hann.

Hann sagði að kvikan sé á sextán kílómetra dýpi og telur líklegt að þetta endi með gosi á næsta ári en engin leið sé að vita hvenær ekki verður lengur pláss fyrir kvikuna og eitthvað annað fari að gerast.

Tveir til þrír mánuðir liðu síðast frá því að landris tók að mælast þar til gos hófst. Nú byrjaði land að rísa strax eftir gos, fyrir miðjan ágúst. Út frá þeim mælikvarða má hugsa sér að gosið geti í nóvember en Benedikt sagðist ekki viss um að málið sé svo einfalt. „Tíminn er bara mjög óviss. Og annað gos ekki heldur sjálfgefið. En við þurfum að vera búin undir næsta gos fljótlega, miðað við þróunina fyrir síðasta gos,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“