fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Taldi sig hafa fundið mannabein

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 17:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni barst í dag tilkynning frá íbúa í hverfi 105 í Reykjavík um fund á beini sem hann taldi mögulega vera mannabein. Rannsókn leiddi í ljós að ekki var um mannabein að ræða.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í dag en þar kennir ýmissa grasa og stóð lögregla í ströngu. Meðal annars var tilkynnt um tvo karlmenn í annarlegu ástandi í miðborginni. Voru báðir handteknir og vistaðir í fangaklefa, grunaðir um vopnalagabrot, vörslu fíkniefna, þjófnað og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Tilkynnt var um þjófnað úr bíl þar sem ýmsir munir voru teknir. Málið er til rannsóknar.

Sofandi í bíl og með barn í bílnum

Tilkynnt var um mann eða konu (kyn ekki tilgreint) sem var sofandi í bíl fyrir utan bensínstöð, og var viðkomandi með barn í bílnum. Segir síðan að málið hafi átt sér eðlilegar skýringar.

Tilkynnt var um eld í rafhlaupahjóli fyrir utan húsnæði í hverfi 105. Ekki er greint frekar frá því.

Ekið var á gangandi vegfaranda með barn í kerru og ók ökumaður síðan af vettvangi. Kerran skemmdist en ekki urðu slys á fólki. Málið er til rannsóknar.

Í Kópavogi eða Breiðholti var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa þar sem hann er grunaður um marga þjófnaði fyrir hundruð þúsunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“