fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sjómenn frömdu mótmælagjörning

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur sjómanna kom saman í nótt við Alþingishúsið til að fremja gjörning sem hugsaður er til mótmæla stöðvun á strandveiðum.

Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu verða veiðarnar stöðvaðar frá og með deginum í dag. Skip sem er með strandveiðileyfi má þó veiða í dag að því gefnu að það hafi áður verið með veiðileyfi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gerði breytingar á reglugerð um strandveiðar á fiskveiðiárinu 2022-23, síðastliðinn mánudag, sem veitti Fiskistofu heimild til að stöðva veiðarnar.

Þetta eru sjómenn, einkum þeir sem stundað hafa strandveiðar, afar ósáttir við. Í nótt komu þeir saman við Alþingishúsið og frömdu mótmælagjörningin sem fólst í því að sturta fiskhausum á stéttina fyrir framan aðaldyr hússins. Fyrir aftan hausana komu þeir fyrir skilti með helstu upplýsingum um kosti strandveiða.

Þar kemur meðal annars fram að veiðarnar séu umhverfisvænustu fiskveiðar sem Íslendingar stunda, 700 manns missi atvinnuna, um sé að ræða brot á úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, kolefnisspor strandveiða sé 500 sinnum minna en kolefnisspor veiða sem stundaðar eru með botntrollum. Sjómennirnir minna á að smábátaveiðar og sauðkindin hafi gert Ísland byggilegt og spyrja hvort stjórnvöldum standi á sama um umhverfismál og komandi kynslóðir.

Miðað við myndir, sem bárust DV, af gjörningnum kom lögreglan á vettvang en líklega var honum þá lokið og sjómennirnir komnir í næga fjarlægð til að sleppa undan armi laganna varða.

Ekki fylgir sögunni hvað verður um fiskhausana sem nýttir voru í gjörningnum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“