fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Ökumanni bjargað úr Markarfljóti

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. júní 2023 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumanni var bjargað úr Markarfljóti í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Rétt upp úr klukkan 6 í morgun bárust björgunarsveitum á Suðurlandi boð um að bíll hefði lent í Markarfljóti. Þegar björgunarfólk kom á staðinn var ökumaður bílsins kominn út úr bílnum og hékk utan á honum. Gúmmíbátur var settur á flot á ánni og sigldi björgunarfólk að bílnum og kom tveimur að bílnum til aðstoðar. Ökumaður var einn í bílnum.

Björgunarfólkið sem komið var að bílnum gat komið ökumanni, sem er kona, upp á þak bílsins, en hún var orðin köld og nokkuð skelkuð.

Þegar yfirvofandi hætta var afstaðin var tekin sú ákvörðun að bíða komu þyrlu sem hafði verið kölluð út nokkru áður, frekar en að freista þess að koma konunni kaldri og stirðri í gúmmíbátinn.

Þyrla LHG var á staðnum rétt upp úr klukkan 7 og hífði ökumanninn upp og flutti á brott. Björgunarsveitir unnu svo að því að ná bílnum upp úr ánni, sem tókst tæpri klukkustund síðar.

Svo virðist sem ökumaður hafi farið á vegrið við brúna, þar sem það er leitt í jörð, og kastast þaðan út í ána. Straumurinn bar svo bílinn nokkuð niður ánna áður en hann stöðvaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Í gær

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“