fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Í haldi lögreglu vegna mannsláts

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. júní 2023 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni á aðfaranótt laugardags er látinn.

Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við rannsókn málsins var síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem getur ekki veitt meiri upplýsingar um málið að svo stöddu.

Áður hefur komið fram að átök voru á milli  mannanna tveggja á skemmtistað í miðborginni en ekki var talið að notast hefði verið við vopn í átökunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt