fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Tveir dæmdir eftir brot í Vestmannaeyjum – Mundaði exi á Einsa Kalda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum höfðaði mál gegn tveimur mönnum vegna brota þeirra í Vestmannaeyjum, fimmtudagskvöldið 2. desember árið 2021. Eru þeir sakaðir um þjófnað, vopnalagabrot, líkamsárás og hótanir.

Framganga mannanna í Eyjum þetta kvöld var mjög skrautleg samkvæmt ákæru. Þeir eru báðir ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa í samverknaði farið inn í bíl og tekið þaðan ófrjálsri hendi flísaskera, múrbretti, sög og öxi að óþekktu verðmæti.

Annar er síðan sakaður um vopnalagabrot, með því að hafa borið öxina og sögina á almannafæri er hann hljóp sem leið lá frá bílnum og að inngangi við Hótel Vestmannaeyjar, en þar henti hann vopnunum frá sér.

Hinn maðurinn er ákærður fyrir vopnalagabrot, með því að hafa tekið upp öxina þar sem hún lá við innganginn á Hótel Vestmannaeyjar og gengið með hana í gegnum anddyri hótelsins og inn á veitingastaðinn Einsa Kalda, við Vestmannabraut 28. Þar skildi hann öxina eftir. Síðan segir í ákæru:

„Skömmu síðar sótti ákærði sög þar sem hún lá á götunni við inngang hótelsins og gekk með hana í gegnum anddyrið, inn á veitingastaðinn og þar um dágóða stund, sagaði í borð og barborð og átti í orðaskiptum við gesti staðarins uns hann afhenti einum gesti, B, sögina. Ákærði tók þá öxina aftur, gekk með hana um veitingastaðinn, hjó í barborðið og fór síðan með öxina aftur fram í anddyri hótelsins þar sem hann átti í orðaskiptum við B. Ákærði henti svo öxinni frá sér, tók hana upp aftur og gekk með hana að innritunarborði hótelsins þar sem hann kastaði öxinni kröftuglega í vegg þannig að skemmd kom í vegginn. Ákærði tók svo öxina upp aftur og afhenti B hana.“

Sami maður var ákærður fyrir hótanir og líkamsárás með því að hafa þetta kvöld, inni á Einsa Kalda, hótað manni líkamsmeiðingum og otað söginni að hálsi og höfði hans.

Annar maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins en hinn mætti og játaði sök. Óskaði hann ekki eftir skipun verjanda sér til handa.

Annar maðurinn var dæmdur í 45 daga fangelsi, en hinn, sá sem mundaði öxina á Einsa Kalda og ógnaði manni þar með sög, var dæmdur í 60 daga fangelsi. Refsing beggja er skilorðsbundin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“