fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kristín um hrikalega frásögn Guðrúnar: „Því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. apríl 2023 10:20

Kristín segir það þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni – þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda.“

Þetta segir Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í morgun. Þar gerir hún meðal annars frásögn Guðrúnar Katrínar Sandholt að umtalsefni sem DV fjallaði um í gær. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, var aðeins 19 ára gamall þegar hann lést í febrúar síðastliðnum eftir baráttu við fíknisjúkdóm.

Magnús lést 19 ára gamall vegna fíknisjúkdóms – „Hann þráði ekkert heitar en að verða edrú“

Kristín hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur frá árinu 2005 og komið víða við. Hún hóf störf hjá Frú Ragnheiði árið 2021 þar sem skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda, að stærstum hluta ungt fólk. Segir hún hópinn samanstanda af fólki sem samfélagið lætur sig lítið varða, nema þá kannski helst þegar þau valda öðrum ónæði eða þegar þörf er á fjöður í hattinn.

„Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni – þannig er einfaldlega gangur lífsins,“ segir hún í grein sinni og bætir við að það sé þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda.

„Á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef starfað með þessum hópi, bæði á vettvangi og innan LSH, hafa nokkrir tugir látið lífið vegna síns sjúkdóms. Tugir ungra einstaklinga sem áttu allt lífið framundan. Hvergi annars staðar í mínu starfi hef ég upplifað það að jafn stór hluti minna skjólstæðinga láti lífið – gjarnan af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir.“

Kristín bendir á að lyfjatengdum dauðsföllum hafi fjölgað hér á landi á síðustu árum. Það sé þó mikil einföldun að halda því fram að þeir sem tilgreindir eru séu einu einstaklingarnir sem láta lífið vegna fíknisjúkdóms. Miklu fleiri deyja eða örkumlast af afleiddum orsökum vímuefnanotkunarinnar. Segir hún að við hljótum að spyrja okkur hvers vegna ekki er sett meira púður í að sinna einstaklingum sem glíma við fíknivanda.

„Meðferðarúrræðin sem standa þessum einstaklingum til boða eru fá og nær öll rekin af frjálsum félagasamtökum. Hið opinbera gerir lítið þrátt fyrir þann gríðarlega toll sem þessi sjúkdómur tekur – hvernig má það vera,“ spyr hún áður en hún gerir umfjöllun DV um mál Magnúsar Andra að umtalsefni.

„Við lestur blaðanna í dag rakst ég á viðtal við móður 19 ára drengs sem lét lífið vegna fíknivanda fyrr á þessu ári. Það sem stakk mig við þessa lesningu voru orð hennar um heilbrigðiskerfið – þar sem hún talaði um að hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum. Að sonur hennar hefði að vísu verið á fíknigeðdeild en ekki verið nógu geðveikur til að komast í langtímameðferð þar og að langir biðlistarnir hefðu verið á öðrum meðferðarstofnunum. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja forgangsröðunina á þessum málaflokki en því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi. Þetta er saga sem við heyrum mjög reglulega þegar einstaklingar sem glíma við fíknivanda og/eða aðstandendur þeirra hafa samband til þess að grátbiðja um aðstoð. Að vera í dagneyslu ópíoíða er dauðans alvara og að það skuli vera jafn langir biðlistar eftir hjálp og raun ber vitni er algjörlega galið.“

Kristín nefnir annað svipað dæmi um móður ungs manns sem sótti hann nýlega til útlanda til að koma honum heim undir læknishendur.

„Það sem tók hins vegar við hjá henni var að sitja heima yfir fárveikum syni sínum þar sem allar dyr virtust lokaðar. Eða parið sem kom frá Danmörku og hafði samband við Frú Ragnheiði til að spyrjast fyrir um það hvar methadon klíníkin væri því þau væru á methadon meðferð sem þau þyrftu að halda áfram á – enn einar lokaðar dyr!“

Kristín segir að á tyllidögum sé rætt um þennan veika og viðkvæma hóp sem þarf á aukinni þjónustu að halda.

„En því miður virðast ekki vera til peningar og ef það strandar ekki á peningunum þá er það iðulega pólitíkin sem stendur í veginum. Nú þegar heilbrigðisráðherra hefur látið sig málaflokkinn varða og viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að framkvæmda sé þörf er ekki úr vegi að hvetja til þess að þegar verði hafist handa. Sem dæmi má nefna að neyslurýminu Ylju, sem Rauði krossinn rak til eins árs, var lokað í síðasta mánuði og enn hefur ekki fengist húsnæði til að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir að peningar hafi verið tryggðir til a.m.k. næstu tveggja ára. Reynslan sýndi okkur að á stað sem þessum er hægt að auka mikið við þjónustuna með litlum tilkostnaði og ná þannig til hóps af fólki sem annars getur reynst erfitt að nálgast, m.a. vegna reynslu þeirra af öllum lokuðu dyrunum í kerfinu.

Í hverri einustu viku deyr einstaklingur hérlendis vegna fíknisjúkdóms – það þýðir að í hverri einustu viku missir móðir barnið sitt vegna þess að við sem samfélag erum ekki að standa okkur í stykkinu – við getum gert miklu betur.“

Bubbi birtir sorglega mynd: „Það er alger þögn hjá yfirvöldum“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“