fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Bubbi birtir sorglega mynd: „Það er alger þögn hjá yfirvöldum“

Fókus
Mánudaginn 24. apríl 2023 08:00

Bubbi Morthens Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir að ópíóðafaraldur geisi hér á landi. Hann birti tilfinningaþrungna mynd og færslu á samfélagsmiðlum í gær sem vakti mikla athygli.

„Ég hef sungið á einu ári yfir 11 einstaklingum sem allir hafa fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Allir alltof ungir,“ sagði hann.

„Það geisar ópíóða faraldur hér á landi og það er alger þögn hjá yfirvöldum. Ef þetta væru einstaklingar sem hefðu látist í náttúruhamförum væru yfirvöld og landsmenn búin að bregaðst við. Á þessu ári einu eru það 6 sem ég hef sungið yfir. Við hljótum að geta gert betur en að láta sem ekkert sé, við verðum að vakna,“ sagði Bubbi í færslu sinni.

Hann ræddi málið svo frekar við mbl.is í gærkvöldi.

„Sum­ir þess­ara ein­stak­linga sem ég hef sungið yfir, þeir bara sviptu sig lífi vegna þess að þeir sáu ekki fram á að bara kom­ast í gegn,“ sagði hann.

Hann veltir fyrir sér hvers vegna engin umræða sé um málið á meðal stjórnmálamanna og þingmanna, þeirra sem hafa getu og vald til að stíga inn í.

„Nú má eng­inn mis­skilja mig. Ef þetta væri snjóflóð þá væru all­ir bún­ir að bregðast við og það væri lands­söfn­un ef við vær­um að missa svona mikið af fólki út af nátt­úru­ham­förum.

Þetta eru ekki ólög­leg efni skil­urðu mig. Þetta er ekki heróín eða eitt­hvað sem verið er að flytja inn. Þetta er eitt­hvað sem við köll­um góðu nafni lækna­dóp. Við hljót­um að geta sagt sko, heyrðu nú þurf­um við að bregðast við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram