fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Svona tryggja Rússar að Pútín haldi völdum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. febrúar 2023 05:30

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með ritskoðun og kerfisbundnu eftirliti reyna rússnesk yfirvöld að kæfa alla gagnrýni. Allt er þetta liður í að tryggja að ekki komi til uppreisnar eða andspyrnu gegn Vladímír Pútín, forseta. Stór gagnaleki varpar ljósi á hvernig þetta er gert.

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári höfðu stjórnvöld ekki aðeins undirbúið sig undir að flytja tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu, þau höfðu einnig tekið til á Internetinu og í fjölmiðlaheiminum til að koma í veg fyrir að Rússar fái upplýsingar sem eru ekki samhljóma hinum opinberu skýringum frá Kremlverjum.

Meðal þess sem var gert var að stimpla fjölda óháðra fjölmiðla sem „erlenda útsendara“ eða einfaldlega með því að stöðva starfsemi þeirra.

En yfirvöld gerðu miklu meira en þetta samkvæmt því sem kemur fram í skjölum sem var lekið frá Roskomandzor, sem er sú stofnun sem sér um að vakta Internetið og stunda ritskoðun.

Upplýsingarnar úr þessum skjölum voru birtar í síðustu viku í nokkrum óháðum rússneskum fjölmiðlum. Þetta eru Current Time, Important Stories, Mediazona og Agentsvo. Vitnað var í upplýsingarnar í enn fleiri miðlum að sögn TV2.

Segja þessir miðlar að gögnin sýni að Roskomnadzor gegnir lykilhlutverki í eftirlitinu með Internetinu. Þetta er gert með ritskoðun, skráningu „erlendra útsendara“ og kerfisbundnu eftirliti með sögum um heilsufar Pútíns og stríðið í Úkraínu.

Það var hvítrússneskur tölvuþrjótahópur sem komst yfir gögnin í nóvember á síðasta ári. Þeir létu vestrænum fjölmiðlum þau í té sem og óháðum rússneskum blaðamönnum.

Í skjölunum kemur fram að aðalmarkmiðið með ritskoðuninni er að fjarlægja allar skaðlegar upplýsingar um Pútín af netinu. Einnig er leitað að myndum sem þykja ekki æskilegar, til dæmis þar sem Pútín er líkt við Hitler, hryðjuverkamann eða barnaníðing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Í gær

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“