fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. febrúar 2023 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan og laganeminn Iva Marin Adrichem segir að undanfarna daga hafi hún setið undir ærumeiðingum og verið borin sökum sem hún hafi ekki getað ímyndað sér. Fann hún sig því knúna til að útskýra „þennan farsa fyrir þeim ykkar sem langar til að skilja“.

Það gerir hún í pistli sem hún hefur ritað og birtist hjá Vísi.

Hefur setið undir ærumeiðingum og röngum sökum

„Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Ég er máluð upp opinberlega, með skipulögðum hætti sem transfóbískur og hatursfullur rasisti. Mér eru gerðar upp skoðanir á borð við að vilja heimila pyntingar á transfólki, afneita tilvist þess og útrýma því. Þetta er auðvitað sturlað og magnað hvernig áróðursvélin í minn garð er drifin af stjórnlausu hatri og reiði.“

Iva segir að hún hafi ekki ætlað sér að fara út í opinbera umræðu um önnur málefni en hnignun tjáningarfrelsis á Íslandi, en hún steig fram í viðtali við Frosta Logason nýlega þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir margvíslegri kúgun og ofbeldi vegna skoðana sinna sem hafi jafnvel leitt til þess að hún var klippt út úr auglýsingaherferð Ferðamálastofu og skoðanir hennar hafi líka orððið til þess að móður hennar hafi verið bolað úr starfi hjá Pírötum

Sjá einnig: Iva Marin fullyrðir að móður hennar hafi verið bolað úr starfi hjá Pírötum vegna þess að hún setti „like“ við skoðanagrein dóttur sinnar

„Eins og við var að búast spruttu upp heiftugar umræður í kjölfar þess að ég varpaði ljósi á mismunun sem ég upplifði af hálfu Ferðamálastofu, Sjálfsbjartar og ÖBÍ,“ skrifar Iva og segir að kallað hafi verið eftir dæmum um þá hatursorðræðu sem Iva átti að hafa gerst sek um. Iva birtir nokkur skjáskot af athugasemdum þar sem netverjar saka hana um hatur og fordóma gegn trans fólki.

Engar efnislegar sannanir um meint hatur

Iva bendir á að engar efnislegar sannanir séu þó til fyrir þessu meinta hatri hennar og hafi hún bent á það en það gert fólk reiðara.

„Þá var dregin fram undirskrift mín við umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um bann við bælingarmeðferðum. Þetta er þá allt hatrið og fordómarnir sem ég á að hafa opinberað og er álitin gild ástæða til að jaðarsetja mig og útskúfa úr samfélaginu.“

Iva segir að hún hafi ekki verið á móti frumvarpinu heldur þeirri aðferð og orðalagi sem í því hafi falist. Hún hafi lagt til að frumvarpið þyrfti að laga, þar þyrfti að skýra. út hugtök nánar og eins var hún mótfallin því að vilji barnsins trompaði vilja foreldra ef barn vill hefja kynleiðréttingaferli en foreldri er andsnúið því.

„Fólk sem skilur þetta sem stuðning við pyntingar eða útrýmingar á transfólki er annað hvort viljandi að ljúga upp á mig í þeim tilgangi að skaða ímynd mína eða það býr einfaldlega í bjöguðum raunveruleika sem flestir hafa ekki getu til að setja sig inn í.“

Iva segir að þrátt fyrir þetta allt líði henni ágætlega. Hún sé með þykkan skráp enda þekkir hún lítið annað en að búa í samfélagið sem gerir ekki ráð fyrir henni.

„Þarna varð mér illt í réttlætiskenndinni og ég hafði engu að tapa með því að varpa ljósi á þessa óréttmætu mismunun af hálfu opinberrar stofnunar. Mér líður betur að hafa komið þessu frá mér og bíð spennt eftir niðurstöðum réttarkerfisins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“