fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Ætla að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af verkfallsaðgerðum Eflingar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 09:00

Mynd: Íslandshótel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) fundaði í gærkvöldi og áréttaði þá fullan stuðning samtakanna við Íslandshótel vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar sem beinast að fyrirtækinu. Mun SA víkja frá útdeilingarreglum vinnudeilusjóðs og verður heimilt að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af vinnustöðvuninni ef hún kemur til framkvæmda.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að um frávik frá útdeilingarreglum sjóðsins sé að ræða og ljóst sé að atvinnurekendur ætli sér að takmarka áhrif verkfallsaðgerðanna eins og þeir geta.

„Eignir vinnudeilusjóðs SA eru um fimm milljarðar króna og sjóðurinn er meðal annars hugsaður til að bregðast við skæruverkföllum og ef gripið er til ómálefnalegra aðgerða gegn aðildarfyrirtækjum samtakanna,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og framkvæmdastjóri vinnudeildusjóðs SA, í samtali við Morgunblaðið.

Í ályktun stjórnar SA frá í gær segir að engin rök hafi verið færð fyrir því af hverju Efling beini spjótum sínum aðeins að einum rekstraraðila í ferðaþjónustunni og vilji að 280 Eflingarfélagar leggi niður störf til að ná fram kjarasamningi fyrir 21.000 félagsmenn.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla