fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Ætla að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af verkfallsaðgerðum Eflingar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 09:00

Mynd: Íslandshótel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) fundaði í gærkvöldi og áréttaði þá fullan stuðning samtakanna við Íslandshótel vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar sem beinast að fyrirtækinu. Mun SA víkja frá útdeilingarreglum vinnudeilusjóðs og verður heimilt að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af vinnustöðvuninni ef hún kemur til framkvæmda.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að um frávik frá útdeilingarreglum sjóðsins sé að ræða og ljóst sé að atvinnurekendur ætli sér að takmarka áhrif verkfallsaðgerðanna eins og þeir geta.

„Eignir vinnudeilusjóðs SA eru um fimm milljarðar króna og sjóðurinn er meðal annars hugsaður til að bregðast við skæruverkföllum og ef gripið er til ómálefnalegra aðgerða gegn aðildarfyrirtækjum samtakanna,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og framkvæmdastjóri vinnudeildusjóðs SA, í samtali við Morgunblaðið.

Í ályktun stjórnar SA frá í gær segir að engin rök hafi verið færð fyrir því af hverju Efling beini spjótum sínum aðeins að einum rekstraraðila í ferðaþjónustunni og vilji að 280 Eflingarfélagar leggi niður störf til að ná fram kjarasamningi fyrir 21.000 félagsmenn.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins